Go to the page content
Líf með offitu | 3 Lágm. lestur

Ráð Bjarne um ofþyngd og COVID-19

Það er alltaf erfitt fyrir mig að vera í ofþyngd, en þegar þarf að „halda sig heima“ – þannig að maður neyðist til að fara ekki út úr húsi – getur það verið ennþá erfiðari barátta en áður. Það er aldrei gott fyrir mig að breyta út af venjunum mínum, því að það þýðir að ég lendi á „hættusvæði“, með tilliti til millibita. Þess vegna reyni ég að halda mig við mínar daglegu venjur eins mikið og hægt er.

Láttu eins þú sért að fara í vinnuna

Hjá mér þýðir það að þegar ég vakna um morguninn fer ég ekki bara í einhver þægileg afslappandi föt. Nei, ég fer í bað, klæði mig í hugguleg föt og borða hollan morgunmat, eins og ég væri að fara í vinnuna. En í staðinn fyrir að fara út af heimilinu, fer ég á heimaskrifstofuna að vinna. Þó að það sé ekki jafn mikið að gera og venjulega, þá reyni ég samt að vinna heilan vinnudag. Hugsanlega eru kaffitíminn og matartíminn nokkrum mínútum lengri en venjulega, og ef til vill er ég meira á netinu, en ég væri annars. Fyrir mig er mikilvægt að halda venjunum í tengslum við vinnuna, því að þegar ég held venjum í tengslum við vinnuna er léttara að halda öðrum venjum líka.

„Fyrir mig er mikilvægt að halda venjunum í tengslum við vinnuna, því að þegar ég held venjum í tengslum við vinnuna er léttara að halda öðrum venjum líka.“

-Bjarne Lynderup

En þegar ég vinn heima þýðir það líka að það er auðveldara að fara í ísskápinn og matarskápana. Og af því að ég er með ofþyngd er það gildra sem ég má ekki falla í. Þess vegna reyni ég að hafa ávexti og hnetur tilbúnar, svo að ég geri ekki neitt „heimskulegt“. Ég reyni líka að borða á sama tíma á hverjum degi til að forðast ónauðsynlega millibita. En ég verð að viðurkenna að það er áskorun fyrir mig og ég hef tilhneigingu til að borða fleiri millibita en venjulega. En þó að ég eigi í vanda með millibita þá er það ekki það versta við að „halda sig heima“.

Erfiðasti hjallinn

Fyrir mig er það erfiðasta að geta ekki farið í líkamsræktarstöðina í hverfinu og að geta ekki farið í „kraftgöngur“. Einmitt núna get ég ekki farið í líkamsræktina og það er slæmt fyrir heilsuna, af því að ég missi styrk og það hefur áhrif á skapið. Ég var kominn í góða rútínu með að æfa reglulega í líkamsræktinni og ég veit að það verður áskorun að ná því upp aftur þegar ég fæ að fara aftur í líkamsræktina. Ég get gert æfingar heima en ég elska að vera í líkamsræktarstöðinni í hverfinu með öðru fólki, þannig að ég hlakka til að komast þangað aftur.

„Annað sem ég sakna er að heimsækja vini og fjölskyldu. Ég hef ekki séð 10 ára son minn lengi, og það lítur út fyrir að það verði enn lengra þangað til við sjáumst aftur.“

-Bjarne Lynderup

Hafðu samband á netinu – og komdu vinum þínum á óvart

Annað sem ég sakna er að heimsækja vini og fjölskyldu. Ég hef ekki séð 10 ára son minn lengi, og það lítur út fyrir að það verði enn lengra þangað til við sjáumst aftur. Það er erfitt, mjög erfitt. En við komumst í gegnum það með því að tala saman í síma, nota Skype og senda SMS. Ég hef ekki séð neina fjölskyldumeðlimi eða vini síðan „halda sig heima“ byrjaði, en við höldum sambandi í gegnum síma. Eitt sem ég hef gert til að líða betur í einangruninni er að baka. Ég hef bakað kökur og sett þær fyrir utan dyrnar hjá vinum mínum. Það hefur hjálpað mér að takast á við að sakna þess að vera með þeim. Þannig að eitt af því fyrsta sem ég ætla að gera, þegar „halda sig heima“ er búið, er að heimsækja vini og fjölskyldu.

Man kneading a dough with flour flying around.

„Eitt sem ég hef gert til að líða betur í einangruninni er að baka. Ég hef bakað kökur og sett þær fyrir utan dyrnar hjá vinum mínum.“

-Bjarne Lynderup

Forðastu tilfinningasveiflur

Ég hef verið með ofþyngd í meira en þrjátíu ár. Ég veit að ég á að forðast tilfinningasveiflur, af því að ég hef tilhneigingu til að borða til að bregðast við tilfinningum mínum. Ef tilfinningarnar sveiflast meira en venjulega, getur það orðið vandamál. Til að takast á við það reyni ég að skapa nýjar venjur, sem veita mér gleði, og horfa á aðra hluti en þá sem ég get ekki breytt. Til dæmis hef ég reynt að einbeita mér að svefnvenjum mínum meðan á „halda sig heima“ hefur staðið, af því að ég hef verið með kæfisvefn. Þess vegna hef ég skapað nýjar venjur, og þær virðast hjálpa. Vekjaraklukkan mín hringir á hverjum morgni kl. 7 – seinna en venjulega, en alltaf á sama tíma á hverjum degi. Ég opna gluggana í svefnherberginu og læt þá standa opna í nokkra klukkutíma til að lofta vel út. Á kvöldin borða ég bara nóg til þess að vera ekki lengur svangur og svo fer ég að sofa þegar ég er þreyttur, en ekki á neinum ákveðnum tíma. Núna sef ég næstum einni klukkustund lengur á hverri nóttu og það er fullkomið. Já, ég veit vel að ég hefði átt að gera þetta fyrir löngu, en „að halda sig heima“ varð til þess að ég gerði þetta núna.

„Til að takast á við aðstæðurnar reyni ég að skapa nýjar venjur, sem veita mér gleði, og horfa á aðra hluti en þá sem ég get ekki breytt.“

-Bjarne Lynderup

Nýr veruleiki – og sýndarfaðmlög

Það er dálítið áhugavert að aðstæður eins og að „halda sig heima“ verði fljótt eins konar nýr veruleiki. Í fyrstu vikunni þurfti ég að finna út úr öllu, og það var dálítið erfitt að fá allt til að ganga upp, en nú geri ég hlutina á annan hátt og það gengur vel. Þegar ég var að kaupa inn í fyrstu vikunni, virtust viðskiptavinirnir stressaðir og sumir nánast dálítið skelfdir. En nú er mér eðlilegt að spritta hendurnar í stórmarkaðnum, standa ekki of nálægt öðrum þegar maður stendur í röð og gæta varúðar þannig að maður hósti ekki eða hnerri á annað fólk. Að sumu leyti var auðveldara að aðlagast en ég átti von á. Og það er eitt af því sem við þurfum að hafa í huga þegar „halda sig heima“ er yfirstaðið.

Smiling man standing inside, looking out the window.

„Á meðan „halda sig heima“ stendur yfir er enn mikilvægara að hugsa um þá sem þurfa á sýndarfaðmlagi og hvatningu að halda.“

-Bjarne Lynderup

Almennt finnst mér að við eigum að hjálpa hvert öðru, sérstaklega ef við þekkjum einhvern sem á erfitt með félagslega samveru. Á meðan „halda sig heima“ stendur yfir er enn mikilvægara að hugsa um þá sem þurfa á sýndarfaðmlagi og hvatningu að halda. Að vera með ofþyngd getur verið erfitt með tilliti til félagslegrar samveru – þó ekki sé um „halda sig heima“ að ræða – en nú er hætta á að það verði enn meiri áskorun. Þess vegna tel ég að það sé mikilvægt að við höldum sambandi hvert við annað og hjálpum hvert öðru að komast í gegnum þessa erfiðu tíma.

Við erum sterkari saman

Samfélagsmiðlar geta verið hvatning til samveru fyrir mig. Í gær sá ég meðal annars að nokkrir vina minna æfðu saman á Skype og það var bara ein af mörgum hugmyndum sem ég sá. Mér fannst það frábær hugmynd og algjörlega eitthvað sem allir geta gert. Hvað með að skipuleggja að hittast rafrænt á Skype, þar sem maður getur spjallað, hlegið og haft gaman. Eða jafnvel að fá sér kaffibolla, horfa á bíómynd eða lesa bók saman. Það mikilvægasta er að hugsa hver um annan á meðan „halda sig heima“ stendur yfir.

Woman making a heart gesture with her hands towards a video call with a young girl.

„Hvað með að skipuleggja að hittast rafrænt á Skype, þar sem maður getur spjallað, hlegið og haft gaman.“

-Bjarne Lynderup

Í rauninni virðist vera að eftir allt sem hefur verið að gerast í tengslum við kórónuveiruna að við kunnum betur að meta það að geta verið saman, en við höfum gert lengi. Hvort sem við syngjum á svölunum, sendum sameiginlegar þakkir til heilbrigðisstarfsfólksins okkar, æfum saman á Skype eða gerum eitthvað allt annað, metum við hvort annað meira að verðleikum en áður, eins og það að geta verið saman og það er frábært. Ég vona virkilega að við höldum því áfram. Og ég vona líka að það nái til samveru með fólki sem er með ofþyngd eða með aðra sjúkdóma sem fordómar ríkja gagnvart og að þau geti verið hluti af þeim sem við hugsum öll vel um.

Ég vona að þið öll sem eruð þarna úti, sérstaklega þið sem eruð með ofþyngd, eins og ég, að þið gerið allt sem þið getið til að borða hollan mat, stunda hreyfingu heima og halda sambandi við vini og fjölskyldu á samfélagsmiðlum. Þannig getum við komist í gegnum þetta, þangað til allt verður aftur eðlilegt eftir kórónuveiruna.

Við erum sterkari saman.

Tengdar greinar

Offita á tímum COVID-19
Pandemic | 3 Lágm. lestur

Offita á tímum COVID-19

Á síðustu vikum hefur heimsbyggðin orðið fyrir faraldri kórónuveirusjúkdómsins (COVID-19). Milljónir manna hafa verið beðnar um að halda sig heima, oft án þess að geta hitt fjölskyldu og vini.

Sóttkví og félagsleg einangrun
Expert Advice | 4 Lágm. lestur

Sóttkví og félagsleg einangrun

Ef til vill hefur þú, ásamt fleiri milljónum manna, þurft að halda þig heima í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins (COVID-19).