Go to the page content
HEIMSFARALDUR | 3 Lágm. lestur

Offita á tímum COVID-19

Á síðustu vikum hefur heimsbyggðin orðið fyrir faraldri kórónuveirusjúkdómsins (COVID-19). Milljónir manna hafa verið beðnar um að halda sig heima, oft án þess að geta hitt fjölskyldu og vini.

Við hjá Novo Nordisk hugsum um alla okkar sjúklinga, þar með talið einstaklinga með offitu og aðra alvarlega langvinna sjúkdóma. Hugur okkar er hjá þeim sem hafa veikst og einnig hjá þeim sem eru að hugsa um fjölskyldumeðlim sem hefur veikst. Við hjá Novo Nordisk skuldbindum okkur til að tryggja afhendingu lyfja og að veita stjórnvöldum, heilbrigðisyfirvöldum og sjúklingasamtökum eins mikla aðstoð og hægt er. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að auka framboð lækningavara og sérþekkingar og aðstöðu til rannsókna, ásamt því að miðla upplýsingum til að draga úr áhyggjum af því hvort lyfin okkar séu fáanleg (sjá novonordisk.com).

Medicine being handed from a healthcare professional to a recipient.

Novo Nordisk hefur skuldbundið sig til að tryggja samfellda afhendingu á lyfjum fyrirtækisins

-Lars Fruergaard Jørgensen, President and CEO, Novo Nordisk

COVID-19 er alvarleg ógnun við lýðheilsu og því skal gera allt sem mögulegt er til að takast á við þennan sjúkdóm. Ástæðan er sú að eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, m.a. sykursýki, háan blóðþrýsting, hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma og ofþyngd ásamt fylgisjúkdómum eru í meiri hættu á að fá fylgikvilla og verða alvarlega veikt.

En World Obesity Federation (WOF) hefur bent á að offitu-tengdir sjúkdómar virðast gera áhrif COVID-19 verri. Ýmis fagleg félög um offitu leggja áherslu á að það sé sérstaklega mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að einstaklingar með líkamsþyngdarstuðul 40 eða hærri, smitist.

Gæta skal sérstakrar varúðar hjá einstaklingum með líkamsþyngdarstuðul 40 eða hærri.

-European Association for the Study of Obesity, Public Health England, Obesity Society US

Ráð og slóðir

Þar sem það getur verið sérstaklega erfitt að verða að halda sig heima og takast á við óvissuna, höfðum við samband við  dr. Michael Vallis, heilsusálfræðing og lektor í almennri læknisfræði við Dalhousie háskólann í Kanada, til að fá hans innsýn í þau tilfinningalegu áhrif sem fólk verður fyrir í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar – og læra um hvað hægt sé að gera við þeim. Lestu meira á Hvernig fer maður að á tímum COVID-19

Smiling woman sitting in the sun with her daughter next to her.

Gættu þeirra sem þú elskar, og haltu þig heima.

-Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO)

Gagnlegar slóðir:

Heimildir
  • WHO: https://www.who.int/emergencies/diseases/novel-coronavirus-2019
  • Diabetes Canada: https://www.diabetes.ca/resources/tools---resources/faq-about-covid-19-and-diabetes
  • ADA: https://www.diabetes.org/diabetes/treatment-care/planning-sick-days/coronavirus
  • IDF: https://www.idf.org/our-network/regions-members/europe/europe-news/196-informa-tion-on-corona-virus-disease-2019-covid-19-outbreak-and-guidance-for-people-with-diabe-tes.html
  • Diabetes UK: https://www.diabetes.org.uk/about_us/news/coronavirus
  • WOF: https://www.worldobesity.org/news/coronavirus-disease-covid-19-outbreak-for-peo-ple-living-with-obesity
  • CDC: https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/index.html
  • Obesity UK guidance: https://www.gov.uk/government/publications/covid-19-guidance-on-social-distancing-and-for-vulnerable-people/guidance-on-social-distancing-for-everyone-in-the-uk-and-protecting-older-people-and-vulnerable-adults
  • CDC: https://www.cdc.gov/flu/highrisk/index.htm
  • The Obesity Society: https://www.obesity.org/download/3327/

Tengdar greinar