Go to the page content
Offita | 6 Lágm. lestur

Það er heilinn sem stjórnar þyngdinni

Sumt fólk telur að það sé einföld skýring á því af hverju það sé of þungt – það borðar meira en það þarf. En í rauninni er lífsstíll bara ein af þeim mörgu ástæðum sem valda því að líkaminn þyngist – og heldur fast í aukakílóin. Mads Tang-Christensen, yfirmaður offiturannsókna hjá Novo Nordisk, útskýrir, af hverju við höfum enga stjórn á nokkrum mikilvægum orsökum offitu – og hvað við getum gert í því.

Nú til dags er fleira fólk en nokkru sinni fyrr með offitu. Margir eiga erfitt með að létta sig. Og þeir sem ná að létta sig eru oft komnir aftur í fyrri þyngd eftir tiltölulega stuttan tíma – þrátt fyrir að þeir stundi hreyfingu og telji hitaeiningar.

Til að skilja hvað það er sem gerir það svo erfitt að léttast og halda þyngdinni niðri þurfum við að beina athyglinni að læknavísindunum. Rannsóknir sýna enn og aftur að offita orsakast ekki af persónulegum veikleika. Í rauninni er hún flókinn efnaskiptasjúkdómur. Og eins og á við um alla sjúkdóma eru takmörk fyrir því hversu miklum árangri er hægt að ná með lífsstílsbreytingum eingöngu, segir Mads Tang-Christensen.

Tvöfaldur sérfræðingur

Þegar kemur að því að taka á ofþyngd er Mads Tang-Christensen tvöfaldur sérfræðingur. Sem yfirmaður offiturannsókna hjá Novo Nordisk hefur hann ásamt teymi sínu stundað rannsóknir á þessu sviði í næstum tvo áratugi. Hann er sjálfur með offitu. Þess vegna er hann ekki eingöngu að leitast við að ná framförum í vísindunum, hann vill líka fá fleiri til að skilja hversu flókin offita raunverulega er.

„Þó að umhverfi okkar hafi gjörbreyst, er erfðafræðilegt val okkar á orkuríkum mat í stórum dráttum óbreytt.“

-Mads Tang-Christensen, yfirmaður offiturannsókna hjá
Novo Nordisk

Að vera með offitu getur haft áhrif á marga þætti í lífi einstaklings, heilsu og vellíðan. Sífellt fleira fólk um allan heim er með offitu, en eins og er fær aðeins örlítill hluti þeirra meðferð. Samkvæmt Mads Tang-Christensen er það vegna þess að ennþá er þekking á orsökum offitu takmörkuð og ráðgjöf er oft ofureinfölduð í: „Borðaðu minna og hreyfðu þig meira.“

„Það getur virst mjög auðvelt að útskýra – að ef við borðum fleiri hitaeiningar en við þurfum þá þyngjumst við. En vandamálið er í rauninni miklu flóknara en það. Það virðist vera að líkaminn sé gerður til þess að halda fast í aukahitaeiningar, líklega vegna þess að í þúsundir ára var það grundvallaratriði til þess að lifa af.“

Steinaldarheili í nútímaveröld

Á steinöld – fyrir 50.000 árum – var aðgengi að mat óáreiðanlegt. Stundum var nóg af mat en þess á milli hungursneyð. Forfeður okkar voru líklegri til að lifa af ef líkamar þeirra gátu geymt orkuforða sem fituvef á tímum þegar nóg var af mat. Þess vegna þróaðist heilinn á þann veg að sækja í orkuríkan mat sem líkaminn gat auðveldlega geymt sem fituvef.

Nú til dags erum við umkringd miklum orkuríkum mat og drykk sem við höfum auðveldan aðgang að. Við hreyfum okkur líka minna samanborið við forfeður okkar á steinöld. En þó að umhverfi okkar hafi gjörbreyst, er erfðafræðilegt val okkar á orkuríkum mat í stórum dráttum óbreytt.

„Þegar náttúruleg tilhneiging til að geyma hitaeiningar sem fitu í umhverfi þar sem auðvelt er að neyta hitaeininga, kemur það ekki á óvart að sífellt fleira fólk um allan heim sé með offitu,“ segir Mads Tang-Christensen. Þetta er ein af ástæðunum fyrir ójafnvæginu á milli erfða okkar og umhverfis, bendir hann á.

Líkaminn getur komið í veg fyrir þyngdartap á ýmsan hátt

Önnur áskorun, þegar taka skal á offitu, er að líkaminn verndar okkur markvisst gegn þyngdartapi. Og þó að það hafi verið árangursríkt, þegar það var til þess að halda forfeðrum okkar á lífi, þá á það sinn þátt í því að nú eigum við erfitt með að léttast og halda þyngdinni niðri til langs tíma.

„Það virðist vera að líkaminn sé gerður til þess að halda fast í aukahitaeiningar, líklega vegna þess að í þúsundir ára var það grundvallaratriði til þess að lifa af.“

-Mads Tang-Christensen, yfirmaður offiturannsókna hjá
Novo Nordisk

Mads Tang-Christensen útskýrir að líkaminn virkjar varnarkerfið þegar hann skynjar þyngdartap. Þá verður fólk svangara og fær minni seddutilfinningu eftir máltíðir, sem fær það til að borða meira. Það veldur því líka að líkaminn fer að nota minni orku.

„Það er ástæðan fyrir því að fólk bætir oft á sig þyngdinni sem það losaði sig við, eftir nokkrar vikur, jafnvel án þess að auka hitaeininganeyslu. Í sumum tilvikum getur fólk bætt þyngdinni aftur á sig jafnvel þó að það neyti færri hitaeininga en áður, „ segir Mads Tang-Christensen.

Ofþyngd er meira en það sem þú sérð

Mads Tang-Christensen bætir við, skilningsleysi gagnvart offitu hefur leitt til tilgangslausra og særandi goðsagna.

“Ef við ætlum að taka á offituvandamálinu hjá fólki almennt, verðum við að átta okkur á að þetta er langvinnur sjúkdómur sem nauðsynlegt er að veita meðferð við,“ segir hann.

„Þess vegna er ekki sanngjarnt að segja að offita sé persónulegur veikleiki. Sannleikurinn er sá að þyngdarstjórnun er margþætt og sumum þáttunum höfum við ekki meðvitaða stjórn á. Ef við verðum almennt meðvitaðri um það hversu flókið vandamálið er mun það draga úr fordómum gagnvart offitu,“ ályktar Mads Tang-Christensen.

Heimildir
  • Qi L & Cho YA. Gene-environment interaction and obesity. Nutr. Rev. 2008; 66(12):684–694.
  • Morris R. Stranger in a strange land: an optimal-environments account of evolutionary mismatch. Synthese 2018; 1-26.
  • Sumithran P & Proietto J. The defence of body weight: a physiological basis for weight regain after weight loss. Clinical Science 2013; 124:231-241.

Tengdar greinar

Stóra spurningin: Er offita sjúkdómur?
Offita | 6 Lágm. lestur

Stóra spurningin: Er offita sjúkdómur?

Hvers vegna er offita sjúkdómur en ekki bara skortur á viljastyrk eða spurning um lífsstíl? Hluti af svarinu er að offita er svo miklu meira en það sem þú sérð. Miklu meira.