Go to the page content

Vefkökustefna

1 Hvað eru vefkökur?

Vefkaka er textaskrá, sem vefþjónn vefsíðu vistar í tölvunni þinni eða í öðru snjalltæki (t.d. farsíma eða spjaldtölvu). Vefkakan inniheldur einkvæman kóða sem gerir mögulegt að þekkja vafrann þinn þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar (nefnast vefkökur „fyrir einstök skipti“), eða seinna við endurteknar heimsóknir (nefnast „viðvarandi“ vefkökur). Hver vefkaka er einstök fyrir þinn vafra. Vefþjónninn eða samstarfsaðilar sem vinna með vefsíðunni geta sett vefkökur á þá vefsíðu sem þú heimsækir, svokallaðar „vefkökur þriðja aðila“.

Vefkökur gera yfirleitt samskipti milli notanda og vefsíðu auðveldari og hraðari og hjálpa notandanum að rata á milli mismunandi hluta af vefsíðu. Vefkökur er einnig hægt að nota til að innihald vefsíðunnar eigi betur við fyrir notandann og laga síðuna að persónulegum smekk og þörfum.

2 Notkun vefkaka á laerdumeiraumofthyngd.is

2.1 Eigandi laerdumeiraumofthyngd.is er:

Novo Nordisk Denmark A/S
Ørestads Boulevard 108
DK-2300 København S
Tel. + 45 4588 0800

Novo Nordisk notar vefkökur til að bæta virkni vefsíðunnar með því að vista kjörstillingar þínar. Á síðunni laerdumeiraumofthyngd.is notar Novo Nordisk nauðsynlegar vefkökur, virknikökur/kjörstillingakökur, tölfræðikökur og markaðssetningarkökur.

2.2 Nauðsynlegar vefkökur

Þessar vefkökur eru nauðsynlegar til að heimsækja vefsíðuna og nota ákveðna hluta hennar. Ef þú hafnar þessum vefkökum starfa hlutar heimasíðunnar ekki rétt.

2.3 Virknikökur/kjörstillingakökur

Virknikökur/kjörstillingakökur eru vefkökur sem skipta máli fyrir virkni vefsíðunnar og sem bæta upplifun notandans. Þær gera upplifun þína persónulegri þegar þú vafrar. Til dæmis: vefkökur sem muna tungumálastillingarnar þínar.

2.4 Greiningarkökur/tölfræðikökur

Við notum greiningarkökur til þess að safna upplýsingum um notkun vefsíðunnar okkar í þeim tilgangi að bæta efni hennar og að það falli að óskum notenda og til að bæta við þjónustu.

2.5 Markaðssetningarkökur

Þetta eru kökur sem við notum til að bjóða þér einstaklingsbundnar auglýsingar sem eiga betur við fyrir þig og til að ákvarða hversu oft ákveðin auglýsing hefur verið sýnd, til þess að reikna út virkni ákveðinnar auglýsingaherferðar, til þess að rekja slóð fyrri heimsókna og til þess að deila upplýsingum sem safnað er með þriðja aðila, svo sem auglýsendum. Þær eru notaðar á vefsíðunni og eru settar inn á þitt tæki af þriðja aðila.

2.6

Notkun á tölfræðikökum, virknikökum og markaðssetningarkökum á laerdumeiraumofthyngd.is krefst samþykkis notandans. Notandinn getur hvenær sem er afturkallað samþykki sitt fyrir notkun á kökum. Sjá nánari upplýsingar um meðhöndlun og eyðingu vefkaka í kafla 5 í þessari vefkökustefnu.

3 Vefkökur þriðja aðila

Novo Nordisk getur notað vefkökur frá þriðja aðila, sem eru vefkökur sem settar eru í vafra notandans af þriðja aðila, sem er ekki Novo Nordisk. Þær upplýsingar sem er safnað með vefkökum þriðja aðila eru ekki aðgengilegar fyrir Novo Nordisk en verður eingöngu safnað og þær notaðar af þriðja aðila í þeirra eigin tilgangi. Novo Nordisk getur t.d. komið fyrir myndum og myndböndum frá vefsíðum eins og You Tube. Það þýðir að þegar þú heimsækir Novo Nordisk vefsíðu með efni sem er komið fyrir af öðrum vefsíðum getur þú verið útsett/-ur fyrir vefkökum frá þessum vefsíðum. Novo Nordisk stýrir ekki dreifingu á þessum kökum. Þú ættir að heimsækja viðkomandi vefsíður þriðja aðila til að fá nánari upplýsingar um notkun vefkaka.

4 Vefkökur sem notaðar eru á vefsíðum okkar

Novo Nordisk notar þær kökur sem lýst er í smáatriðum á laerdumeiraumofthyngd.is í vefköku‑borðanum. Þar getur þú fundið upplýsingar um nafn kökunnar, hver setur kökuna inn, lýsingu á kökum og hvenær kakan rennur út.

5 Meðhöndlun vefkaka

5.1

Þú þarft að gefa upp hvort þú leyfir að kökur séu settar í tækið þitt eða gera notkun ákveðinna tegunda af kökum óvirka. Ef þú leyfir ekki notkun á ákveðnum kökum, virka nokkrar aðgerðir á vefsíðunni hugsanlega ekki, eða að þú getur ef til vill ekki notað ákveðna þjónustu á vefsíðunum.

5.2

Ef þú óskar eftir að takmarka notkun á vefkökum þarft þú að gefa upp kjörstillingar þínar gegnum vefköku‑borðann, sem er sýndur á vefsíðunni. Þú getur einnig takmarkað notkun á vefkökum gegnum vafrastillingar þínar. Aðgerðin ‚Hjálp‘ í vafranum þínum segir þér hvernig þú átt að fara að.

5.3

Að öðrum kosti getur þú heimsótt www.aboutcookies.org, sem inniheldur yfirgripsmiklar upplýsingar um hvernig þú gerir þetta í fjölmörgum vöfrum. Þú finnur einnig upplýsingar um hvernig þú eyðir vefkökum úr tölvunni þinni ásamt almennum upplýsingum um vefkökur. Upplýsingar um hvernig þú gerir þetta í vafranum á farsímanum þínum finnurðu í notkunarleiðbeiningunum fyrir símann.

5.4

Athugaðu að takmörkun á vefkökum getur haft áhrif á virkni laerdumeiraumofthyngd.is.

6 Trúnaður varðandi upplýsingar

6.1

Þegar þú heimsækir vefsíðu okkar söfnum við sjálfkrafa almennum upplýsingum um tölvuna þína, staðsetningu hennar og því hvaða vefsíðu þú komst frá, ef það á við. Þessar upplýsingar er ekki hægt að nota til að greina þig sem einstakling. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar á samanteknu formi til þess að upplýsa okkur um hvaðan notendur okkar koma, hvað þeir sjá og gera og hvar mestum tíma er varið.

6.2

Í hvert sinn sem við biðjum þig um persónugreinanlegar upplýsingar sem hægt er að nota til að greina þig sem einstakling, munum við biðja um samþykki þitt og við munum alltaf útskýra tilganginn með upplýsingasöfnun okkar og hvernig við söfnum þeim, varðveitum þær og hvernig við ætlum að meðhöndla og nota þær.

6.3

Við söfnum og geymum persónugreinanlegar upplýsingar eingöngu í þeim tilgangi sem gefinn er upp í tengslum við söfnunarferlið. Þegar við hættum að nota upplýsingar þínar í uppgefnum tilgangi eyðum við þeim og förgum þeim til þess að tryggja persónuvernd þína.

6.4

Ákveðnum upplýsingum er safnað með því að nota vefkökur, er það gert í þeim tilgangi að endurbæta vefsíðu okkar og notandaupplifun þína og byggist á lögmætum áhuga okkar á því, og í tölfræðilegum tilgangi varðandi vefsíðuna okkar, markmiðum um virkni í tengslum við notkun vefsíðunnar og til að gera okkur kleift að gera notkun vefsíðunnar sem ákjósanlegasta með tilliti til markaðssetningar.

6.5

Fyrir hverja tegund af vefkökum sem notaðar eru til að safna persónuupplýsingum í ákveðnum tilgangi, vinnur Novo Nordisk eingöngu með þær persónuupplýsingar sem safnað er með vefkökum í þeim sértæka tilgangi sem þú hefur gefið samþykki þitt fyrir á vefköku‑borðanum.

6.6

Farið verður með allar þínar persónulegu upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verða eingöngu notaðar samkvæmt þeim tilgangi sem gefinn er upp hér að ofan.

6.7

Novo Nordisk getur nýtt sér þjónustu þriðja aðila, sem mun hafa aðgang að og meðhöndla persónuupplýsingar þínar og við getum yfirfært persónulegar upplýsingar til annarra fyrirtækja í Novo Nordisk samstæðunni.

6.8

Ef söluaðili sem er þriðji aðili vinnur persónuupplýsingar þínar utan ESB/EES, verður það á grundvelli staðlaðra samningsákvæða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Yfirfærsla til annarra fyrirtækja en Novo Nordisk fyrirtækjasamstæðunnar utan ESB/EES verður byggð á bindandi fyrirtækisreglum Novo Nordisk, sem má finna hér.

6.9

Lögum samkvæmt hefur þú almennt eftirfarandi réttindi. Hafðu samband við Novo Nordisk Denmark A/S til að nýta þér réttindi þín.

  • Þú getur fengið yfirlit yfir þær persónuupplýsingar sem við höfum um þig;
  • Þú getur fengið afrit af persónuupplýsingum þínum á mótuðu, almennt notuðu og tölvutæku formi;
  • Þú getur fengið persónuupplýsingar þínar leiðréttar;
  • Þú getur fengið persónuupplýsingum þínum eytt;
  • Þú getur stöðvað eða takmarkað vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum;
  • Hafir þú gefið samþykki fyrir því að við vinnum með persónuupplýsingar þínar, getur þú hvenær sem er dregið samþykki þitt fyrir því að við vinnum með persónuupplýsingar þínar til baka. Ef þú dregur samþykki þitt til baka, hefur það engin áhrif á lögmæti vinnslu persónuupplýsinga þinna áður en þú dróst samþykki þitt til baka;
  • Óskir þú eftir að kvarta yfir meðferð okkar á persónuupplýsingum þínum getur þú snúið þér til Datatilsynet.

Samkvæmt gildandi lögum geta verið takmarkanir á þessum réttindum, þær fara eftir sértækum aðstæðum við viðkomandi vinnslu. Hafðu samband ef þú hefur spurningar eða beiðnir varðandi réttindi þín.