The site you are entering is not the property of, nor managed by, Novo Nordisk. Novo Nordisk assumes no responsibility for the content of sites not managed by Novo Nordisk. Furthermore, Novo Nordisk is not responsible for, nor does it have control over, the privacy policies of these sites.
Persónuverndarstefna
1 Upplýsingarnar sem við söfnum
Við söfnum upplýsingum sem geta hjálpað okkur að bæta vefsíður okkar. Ákveðnar upplýsingar biðjum við þig beinlínis um, en öðrum upplýsingum er safnað sjálfkrafa. Allar upplýsingar sem safnað er sjálfkrafa eru geymdar á samanteknu formi og er ekki hægt að nota til að greina þig sem ákveðinn einstakling. Við biðjum einstöku sinnum um upplýsingar sem geta verið persónulegar og persónugreinanlegar. Því er hægt að skipta þeim upplýsingum sem við söfnum í tvo meginflokka:
a) Samanteknar tölfræðiupplýsingar um heimsóknir á vefsíðu
b) Persónugreinanlegar upplýsingar
Við tengjum samanteknar tölfræðiupplýsingar við heimsóknir á vefsíðu
ekki við persónugreinanlegar upplýsingar.
Samanteknar tölfræðiupplýsingar um komur
Þegar þú heimsækir vefsíðu okkar söfnum við sjálfkrafa almennum upplýsingum um tölvuna þína, staðsetningu hennar og því hvaða vefsíðu þú komst frá, ef það á við. Þessar upplýsingar er ekki hægt að nota til að greina þig sem einstakling. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar á samanteknu formi til þess að upplýsa okkur um hvaðan notendur okkar koma, hvað þeir sjá og gera og hvar mestum tíma er varið.
Upplýsingar sem safnað er sjálfkrafa:
- Stuðningur við vefkökur frá fyrsta aðila (hvort þú leyfir að við setjum vefköku í tölvuna þína)
- Auðkenni heimsóknar (fengið með vefköku, sem við setjum í tölvuna þína, þegar það er mögulegt)
- Tilvísunarvefslóð (þ.e.a.s. hvaðan þú kemur, t.d. google.com)
- Dagsetning og tími heimsóknar
- Staðbundnar stillingar og tungumálastillingar (til að greina í hvaða landi þú ert)
- Stjórnkerfi (Windows, OS X, Linux, iOS, Android o.s.frv.)
- Vafri og útgáfa vafra (Chrome, Internet Explorer, Firefox, Opera, Safari etc.)
- Skjáupplausn (1280x1024, 1024x768 etc.)
- Stuðningur við JavaScript
- Stuðningur við Java
- IP‑tala (tölvufang á internetinu)
- Titill síðunnar sem þú ert á
- Veffang (URL) síðunnar sem þú ert á
Persónugreinanlegar upplýsingar
Stundum þurfum við að safna meiri persónuupplýsingum um þig. Á sumum svæðum/hlutum af vefsíðunni okkar þarf að skrá sig til að komast inn. Við gætum óskað eftir upplýsingum um þig, svo sem um aldur og atvinnu, til þess að skilja betur markmið komu þinnar og til þess að bæta upplifun þína af komunni.
Undir öllum kringumstæðum munum við biðja um samþykki þitt og við munum alltaf útskýra tilganginn með upplýsingasöfnun okkar og því hvernig við söfnum upplýsingum, hvernig við geymum þær og hvernig við ætlum að meðhöndla og nota þær, í hvert sinn sem við óskum eftir persónugreinanlegum upplýsingum frá þér sem hægt er að nota til að greina þig sem einstakling.
2 Notkun upplýsinganna
Við söfnum og geymum persónugreinanlegar upplýsingar eingöngu í þeim tilgangi sem gefinn er upp í tengslum við söfnunarferlið. Þegar við hættum að nota upplýsingar þínar í uppgefnum tilgangi eyðum við þeim og förgum þeim til þess að tryggja persónuvernd þína.
3 Söfnun viðkvæmra upplýsinga
Við hvorki söfnum né geymum viðkvæmar upplýsingar sem tengjast heilsufari þínu, kynþætti, trúarskoðunum eða pólitískum skoðunum, o.s.frv. á þessari síðu. Í þeim sjaldgæfu tilvikum sem við leitumst við að safna öðrum viðkvæmum upplýsingum gerum við það alltaf samkvæmt dönskum lögum um persónuvernd.
4 Verndun barna
Mikilvægt er að vernda einkalíf barna. Novo Nordisk ætlar ekki að safna persónugreinanlegum upplýsingum barna (barn er skilgreint sem einstaklingur yngri en 18 ára) án samþykkis foreldris eða löglegs forsjáraðila. Börn mega EKKI veita Novo Nordisk persónugreinanlegar upplýsingar án ótvíræðs samþykkis foreldris eða löglegs forsjáraðila.
Þar sem við á, leiðbeinum við börnum um að senda ekki inn persónuupplýsingar. Ef barnið þitt hefur sent inn persónuupplýsingar og þú vilt óska eftir því að slíkar upplýsingar verði fjarlægðar, vinsamlegast hafðu þá samband við okkur.
5 Hvernig öryggi upplýsinga er tryggt
Á þessari vefsíðu er persónuupplýsingum eingöngu safnað að því marki sem nauðsynlegt er. Upplýsingarnar sem safnað er verða ekki undir neinum kringumstæðum seldar þriðja aðila í neinum tilgangi.
6 Hvar eru upplýsingarnar meðhöndlaðar?
Allar persónuupplýsingar sem við söfnum er hægt að flytja á milli landa innan alþjóðlega Novo Nordisk fyrirtækisins. Við höfum mótað stefnu innan fyrirtækisins til að tryggja viðeigandi verndun upplýsinga óháð því hvar hjá Novo Nordisk upplýsingarnar þínar eru staðsettar.
Fáðu nánari upplýsingar um afstöðu okkar til verndunar persónuupplýsinga.
7 Miðlun til þriðja aðila
Við miðlum aldrei eða seljum persónugreinanlegar upplýsingar um notendur vefsíðna okkar til þriðja aðila.
Almennt deilum við eingöngu upplýsingum með samningsbundnum þjónustuaðilum okkar og ráðgjöfum. Hins vegar, til þess að virða lagalegar skyldur, til að vernda réttindi, eignir og öryggi Novo Nordisk, starfsmanna þess og annarra, eða ef til þess kemur að við seljum eða leggjum niður einhvern hluta viðskipta okkar eða eigna, gætum við deilt persónuupplýsingum. Ef upplýsingum verður deilt verður það samkvæmt lögum um persónuvernd.
8 Réttindi notenda
Lögum samkvæmt hefur þú almennt eftirfarandi réttindi. Hafðu samband við Novo Nordisk Denmark A/S til að nýta þér réttindi þín.
- Þú getur fengið yfirlit yfir þær persónuupplýsingar sem við höfum um þig;
- Þú getur fengið afrit af persónuupplýsingum þínum á mótuðu, almennt notuðu og tölvutæku formi;
- Þú getur fengið persónuupplýsingar þínar leiðréttar;
- Þú getur fengið persónuupplýsingum þínum eytt;
- Þú getur stöðvað eða takmarkað vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum;
- Hafir þú gefið samþykki fyrir því að við vinnum með persónuupplýsingar þínar, getur þú hvenær sem er dregið samþykki þitt fyrir því að við vinnum með persónuupplýsingar þínar til baka. Ef þú dregur samþykki þitt til baka, hefur það engin áhrif á lögmæti vinnslu persónuupplýsinga þinna áður en þú dróst samþykki þitt til baka;
- Óskir þú eftir að kvarta yfir vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum getur þú snúið þér til Datatilsynet.
Samkvæmt gildandi lögum geta verið takmarkanir á þessum réttindum,
en þær fara eftir sértækum aðstæðum við viðkomandi vinnslu. Hafðu
samband ef þú hefur spurningar eða beiðnir varðandi réttindi
þín.
9 Notkun vefkaka
Nánari upplýsingar um notkun á vefkökum má finna hér.
10 Lagalegir fyrirvarar
Upplýsingatilgangur
Allt efni á vefsíðu Novo Nordisk er eingöngu sett fram í þeim tilgangi að veita upplýsingar. Vefsíðan gefur hvorki ráð né meðmæli af neinu tagi og hana á ekki að nota til þess að byggja ákvarðanir eða gjörðir á. Þér er ráðlagt að ráðfæra þig við faglega ráðgjafa í viðeigandi fagi með tilliti til notagildis þeirra sjónarmiða sem koma fram á vefsíðunni. Sérstaklega skal tekið fram að ekkert á vefsíðunni er boð eða tilboð um að fjárfesta eða versla með verðbréf Novo Nordisk. Enn fremur veitir síðan valdar upplýsingar um sjúkdóma og meðferð þeirra. Slíkar upplýsingar eru ekki ætlaðar sem læknisráð. Slíkar upplýsingar koma ekki í stað ráðlegginga heilbrigðisstarfsmanns. Ef þú ert með eða telur þig vera með heilsufarsvandamál átt þú að ráðfæra þig við þinn heimilislækni eða annan viðurkenndan heilbrigðisstarfsmann.
Upplýsingarnar eru settar fram „eins og þær koma fyrir“
Upplýsingar á þessari vefsíðu eru settar fram „eins og þær koma fyrir“, og Novo Nordisk lýsir hvorki yfir né tekur ábyrgð á, hvorki ótvírætt né óbeint, eftirfarandi, en ekki takmarkað við -
ábyrgð á seljanleika þeirra, eiginleika þeirra í ákveðnum tilgangi eða að þær gangi ekki á neinn rétt. Novo Nordisk lýsir hvorki yfir né tekur ábyrgð á því hvort þær eru ítarlegar, nákvæmar, réttar, aðgengilegar, virkar eða hvort þær standist gildandi löggjöf. Þegar þú notar þessa vefsíðu samþykkir þú um leið hættuna á að upplýsingarnar séu ófullkomnar eða ónákvæmar eða mæti hugsanlega ekki þínum þörfum eða standist ekki þínar kröfur.
Fyrirvari um ábyrgð
Hvorki Novo Nordisk né þeir sem leggja til efni bera ábyrgð á tapi aða skaða sem gæti skapast vegna aðgangs þíns eða skorts á aðgangi að þessari vefsíðu eða vegna þess að þú treystir á þær upplýsingar sem eru á vefsíðunni. Novo Nordisk tekur enga ábyrgð á neinum beinum skaða, óbeinum skaða, tilfallandi skaða, fylgiskaða, refsiverðum skaða og sérstökum öðrum skaða, tapi á tækifærum, tapi á hagnaði eða nokkru tapi eða öðru tapi eða skaða á nokkurn hátt. Þessi takmörkun ábyrgðar tekur til skaða og veira sem gætu haft áhrif á tölvubúnað þinn.
Tenglar á aðrar síður
Þessi vefsíða getur innihaldið tengla á aðrar síður sem eru ekki í eigu eða undir eftirliti Novo Nordisk. Vinsamlegast athugið að við berum ekki ábyrgð á eða höfum stjórn á trúnaðarstefnu á þessum vefsíðum. Þessi yfirlýsing um vernd persónuupplýsinga á einungis við um upplýsingar sem safnað er á þessari síðu. Við hvetjum þig sterklega til að lesa yfirlýsingarnar um vernd persónuupplýsinga á öllum vefsíðum sem þú heimsækir, sem safna persónugreinanlegum upplýsingum.
Vefsíður með tengla til okkar
Novo Nordisk mælir ekki með vefsíðum sem eru með tengla yfir á vefsíður Novo Nordisk. Novo Nordisk ber hvorki ábyrgð á innihaldi þessara tengdu vefsíðna né stjórn á þeim upplýsingum sem notendur ákveða að gefa upp á þessum síðum.
Breytingar
Novo Nordisk áskilur sér rétt til þess að breyta, ritstýra, skipta út eða eyða efni hvenær sem er, takmarka aðgang eða stöðva dreifingu á þessari síðu samkvæmt eigin ákvörðun.
Höfundaréttur og notkun efnis
Efnið á þessari síðu tilheyrir Novo Nordisk og nýtur verndar laga um höfundarétt. Vörumerki, þjónustumerki, vörulýsingar, tákn og vörur sem sýnd eru á þessari vefsíðu eru vernduð á heimsvísu og má ekki nota án fyrirfram fengins skriflegs leyfis frá Novo Nordisk.
Þér er velkomið að hlaða niður efni af þessari vefsíðu, en þó eingöngu til eigin nota, en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Engar breytingar eru leyfðar eða önnur endurgerð efnisins. Efnið má ekki afrita eða nota á annan hátt.
Notkun spurninga og athugasemda
Allar innsendar spurningar, athugasemdir, tillögur og önnur samskipti, þ.m.t. hugmyndir, uppfinningar, heildarhugmyndir, tækni eða þekking sem innsend hefur verið á þessa vefsíðu eða á annan hátt til Novo Nordisk, rafrænt eða með öðrum hætti, er án trúnaðar og er eign Novo Nordisk sem Novo Nordisk má nota án takmarkana og á hvaða hátt sem er og í hvaða tilgangi sem er, m.a. þróunar, framleiðslu og/eða markaðssetningar á vörum eða þjónustu.
Gildandi löggjöf
Aðgangur þinn og notkun þessarar vefsíðu og efnis hennar fellur undir dönsk lög og túlkun þar á er á grundvelli þeirra.
11 Samskiptaupplýsingar
Ef þú hefur spurningar um þessa yfirlýsingu um vernd persónuupplýsinga, vefkökur og lagalega fyrirvara, ef þú óskar eftir að fá innsýn í mögulegar persónuupplýsingar sem eru geymdar um þig, eða ef þú hefur áhyggjur varðandi notkun Novo Nordisk á persónuupplýsingum þínum, getur þú haft samband við okkur.