Hvað felur það í sér að vera með offitu?
Yfir 650 milljónir manna á heimsvísu eru of þungir – fjöldinn hefur
meira en tvöfaldast á 20 árum. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu hefur
samfélagið ennþá ekki raunverulegan skilning á því hvað það þýðir
fyrir fólk að vera með offitu.
Bak við tölfræðina er hópur af venjulegu fólki sem verður fyrir
áhrifum af því að vera með offitu, og makar þeirra, börn og fjölskylda
verða líka fyrir áhrifum.
Í þessum kafla skoðum við sögu þeirra nánar til að öðlast skilning á
því hvaða áhrif það hefur að vera með offitu, og til að læra af
reynslu þeirra og reynslu þeirra einstaklinga sem veita þeim stuðning.