Tengslin á milli offitu og hjarta- og æðasjúkdóma
Það er ekki augljóst, ef þú veist ekki af því
Fyrir þig sem einstakling sem lifir með offitu sýnir spegilmyndin
kannski bara aukakílóin sem þú berð utan á þér.
Þú finnur hugsanlega líka fyrir því að þú getur ekki gert sömu hluti
og áður. Kannski finnurðu fyrir sársauka í sköflungnum eða í hnjánum
eða sefur illa á nóttunni – og þú veist örugglega vel að það getur
tengst offitunni sem þú lifir með.
En vissirðu að þegar þú lifir með offitu þá ertu líka í meiri hættu á að fá alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma? Það er nefnilega ekki augljóst, ef þú veist ekki af því.
Kannaðu þekkingu þína á tengslunum á milli offitu og hjarta- og æðasjúkdóma
Spurning 1
Hvaða beinu tengsl eru á milli offitu og hjarta- og æðasjúkdóma?
Nei, það er ekki rétt. Offita eykur hættuna á alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum. Ofþyngd getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi og aukið magn fituefna í blóði sem saman stuðlar að aukinni hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma.
Einmitt. Offita veldur varanlegu bólguástandi í líkamanum, hækkar blóðþrýstinginn og magn fituefna í blóði. Þessir þættir stuðla að aukinni hættu á alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum.
Spurning 2
Hvers vegna er fitusöfnun á magasvæðinu skaðleg fyrir hjartað?
Nákvæmlega! Fitan á magasvæðinu safnast fyrir umhverfis innri líffærin og hefur áhrif á æðarnar sem liggja til og frá hjartanu. Það eykur álagið á æðarnar í kringum hjartað sem getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi og aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
Nei, það er ekki rétt. Fitusöfnun á magasvæðinu er skaðleg því fitan safnast fyrir umhverfis innri líffærin og eykur álag á æðarnar í kringum hjartað. Þetta veldur hækkuðum blóðþrýstingi og aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
Spurning 3
Hvernig getur þyngdartap dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum?
Nei, það er ekki rétt. Þyngdartap dregur úr hættu á hjartabilun, blóðtöppum og dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þar sem það dregur úr magni fituefna í blóði og bætir virkni hjartans.
Það er rétt. Þyngdartap dregur úr magni fituefna í blóði og bætir virkni hjartans sem dregur úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
Spurning 4
Hvaða áhersluþættir eru hluti af HRÁM, sem geta hjálpað til við að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma?
Einmitt. HRÁM stendur fyrir Hreyfing, Reykingar, Áfengi, Mataræði. Þetta eru þeir þættir sem skipta hvað mestu máli fyrir heilbrigði og til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma. Hollt og fjölbreytt mataræði, að hætta að reykja, hófleg áfengisneysla og regluleg hreyfing eru allt mikilvægir þættir þegar kemur að því að draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
Nei það er ekki alveg rétt. HRÁM stendur fyrir Hreyfing, Reykingar, Áfengi, Mataræði, sem snýst um að borða hollan og fjölbreyttan mat, að hætta að reykja, að stilla áfengisneyslu í hóf og stunda reglulega hreyfingu allt í þeim tilgangi að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma.
Spurning 5
Hvaða jákvæðu áhrif geta ákveðnar tegundir þyngdarstjórnunarmeðferða haft á heilsuna?
Nei, það er ekki rétt. Ákveðnar tegundir þyngdarstjórnunarmeðferða geta í raun dregið úr magni fituefna í blóði og minnkað líkurnar á hjartabilun og blóðtöppum. Þetta stuðlar síðan að betri heilsu og minni hættu á dauðsfalli af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
Já, það er rétt. Ákveðnar tegundir þyngdarstjórnunarmeðferða geta haft í för með sér verulegan ávinning fyrir heilsuna, t.d. að draga úr magni fituefna í blóði, sem þegar allt kemur til alls dregur úr hættu á hjartabilun og blóðtöppum og getur þannig lengt lífið með því að minnka líkur á dauðsfalli af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
Góð tilraun
Það er ekki augljóst, ef þú veist ekki af því og þess vegna getur verið erfitt að átta sig á sambandinu á milli offitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Lestu hér ef þú vilt vita meira.
Nokkuð gott
Þú ert komin/n vel á veg með að skilja sambandið á milli offitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Lestu hér ef þú vilt vita meira.
Vel gert
Flott! Þú hefur góðan skilning á sambandinu á milli offitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Lestu hér ef þú vilt vita meira.
Hvaða beinu tengsl eru á milli offitu og hjarta- og æðasjúkdóma?
Einmitt. Offita veldur varanlegu bólguástandi í líkamanum, hækkar blóðþrýstinginn og magn fituefna í blóði. Þessir þættir stuðla að aukinni hættu á alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum.
Nei, það er ekki rétt. Offita eykur hættuna á alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum. Ofþyngd getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi og aukið magn fituefna í blóði sem saman stuðlar að aukinni hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma.
Hvers vegna er fitusöfnun á magasvæðinu skaðleg fyrir hjartað?
Nákvæmlega! Fitan á magasvæðinu safnast fyrir umhverfis innri líffærin og hefur áhrif á æðarnar sem liggja til og frá hjartanu. Það eykur álagið á æðarnar í kringum hjartað sem getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi og aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
Nei, það er ekki rétt. Fitusöfnun á magasvæðinu er skaðleg því fitan safnast fyrir umhverfis innri líffærin og eykur álag á æðarnar í kringum hjartað. Þetta veldur hækkuðum blóðþrýstingi og aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
Hvernig getur þyngdartap dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum?
Það er rétt. Þyngdartap dregur úr magni fituefna í blóði og bætir virkni hjartans sem dregur úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
Nei, það er ekki rétt. Þyngdartap dregur úr hættu á hjartabilun, blóðtöppum og dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þar sem það dregur úr magni fituefna í blóði og bætir virkni hjartans.
Hvaða áhersluþættir eru hluti af HRÁM, sem geta hjálpað til við að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma?
Einmitt. HRÁM stendur fyrir Hreyfing, Reykingar, Áfengi, Mataræði. Þetta eru þeir þættir sem skipta hvað mestu máli fyrir heilbrigði og til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma. Hollt og fjölbreytt mataræði, að hætta að reykja, hófleg áfengisneysla og regluleg hreyfing eru allt mikilvægir þættir þegar kemur að því að draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
Nei það er ekki alveg rétt. HRÁM stendur fyrir Hreyfing, Reykingar, Áfengi, Mataræði, sem snýst um að borða hollan og fjölbreyttan mat, að hætta að reykja, að stilla áfengisneyslu í hóf og stunda reglulega hreyfingu allt í þeim tilgangi að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma.
Hvaða jákvæðu áhrif geta ákveðnar tegundir þyngdarstjórnunarmeðferða haft á heilsuna?
Já, það er rétt. Ákveðnar tegundir þyngdarstjórnunarmeðferða geta haft í för með sér verulegan ávinning fyrir heilsuna, t.d. að draga úr magni fituefna í blóði, sem þegar allt kemur til alls dregur úr hættu á hjartabilun og blóðtöppum og getur þannig lengt lífið með því að minnka líkur á dauðsfalli af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
Nei, það er ekki rétt. Ákveðnar tegundir þyngdarstjórnunarmeðferða geta í raun dregið úr magni fituefna í blóði og minnkað líkurnar á hjartabilun og blóðtöppum. Þetta stuðlar síðan að betri heilsu og minni hættu á dauðsfalli af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
IS/DK24OB00036 - Desember 2024
Offita eykur hættuna á að fá alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma
IS/DK24OB00037 - Desember 2024
Aukin fitusöfnun getur valdið langvarandi bólguástandi í líkamanum og
hækkað blóðþrýsting og magn fituefna í blóði sem eykur hættuna á að fá
hjarta- og æðasjúkdóma.
Það er einkum fitan sem liggur á magasvæðinu, sem safnast fyrir
umhverfis innri líffærin, sem er skaðleg. Þessi umfram fita í
líkamanum veldur því að hjartað slær hraðar og það eykur álag á
æðarnar í kringum hjartað og blóðþrýstingurinn hækkar.
Saman eykur þetta hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og því er kannski skynsamlegt að ræða málin við lækninn.
Lærðu enn meira um það sem þú sérð ekki í speglinum
Hlustaðu á Morten Bøttcher, yfirlækni á hjartarannsóknadeild sjúkrahússins í Gødstrup í Danmörku, segja frá bæði einkennum og forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum á meðal einstaklinga sem lifa með offitu.
Hvernig getur þyngdartap dregið úr hættunni á hjarta- og
æðasjúkdómum?
Sem betur fer getur þú gert ýmislegt til
að minnka líkurnar á að fá frekari hjarta- og æðatengda
fylgikvilla.
Þyngdartap dregur verulega úr hættunni á hjartabilun og á myndun blóðtappa í hjarta og heila og getur minnkað líkur á dauðsfalli af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
Ákveðnar tegundir þyngdarstjórnunarmeðferða geta haft mikil áhrif á heilsu þína vegna jákvæðra áhrifa á:
- Magn fituefna í blóði
- Kvilla sem auka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum
- Hættuna á hjartabilun og blóðtöppum
- Hættuna á að deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóms
Skoðaðu HRÁM betur
Það er ýmislegt sem þú getur sjálf/ur gert til að bæta heilsuna og fyrirbyggja hjarta- og æðatengda fylgikvilla sem og aðra lífsstílstengda sjúkdóma og þá getur verið gott að styðjast við HRÁM.
IS/DK24OB00035 - Desember 2024
You are leaving Truthaboutweight.global
The site you are entering is not the property of, nor managed by, Novo Nordisk. Novo Nordisk assumes no responsibility for the content of sites not managed by Novo Nordisk. Furthermore, Novo Nordisk is not responsible for, nor does it have control over, the privacy policies of these sites.