Go to the page content
Offita | 3 Lágm. lestur

Offita: Sjúkdómur sem á sér margar orsakir

Þegar þú léttist og heldur þyngdinni niðri er það oft metið sem svo að það snúist eingöngu um ”orkuneyslu og orkunotkun” – það er að segja hversu mikið þú borðar og hversu mikið þú hreyfir þig. En rannsóknir hafa sýnt að orsakir offitu eru margar. Þættir sem einstaklingur með offitu er ekki endilega meðvitaður um – eða sem viðkomandi hefur ekki stjórn á.

“Ég fer í líkamsræktarstöðina, ég borða mjög litla skammta og ég stunda jóga. En ég er ennþá í ofþyngd. Fólk segir við mig, „borðaðu minna, hreyfðu þig meira, og þá er vandamálið leyst“. En svo auðvelt er það einfaldlega ekki“.

Fyrir Vicki Mooney, sem er þriggja barna móðir og býr á Spáni, urðu tímamót þegar hún bað lækninn sinn um hjálp. Það hjálpaði henni einnig að skilja að hennar offita snerist ekki bara um hennar lífsstíl, heldur fremur um langvinnan sjúkdóm sem átti sér margar orsakir.

Hver sá sem hefur gengið í gegnum brot af þessu, sem Vicki hefur gengið í gegnum, þekkir það alltof vel – og skilur að það er erfitt að létta sig. Og það er ennþá erfiðara að halda þyngdinni niðri. Samt sem áður er það oft almennur skilningur að einstaklingar sem eru með offitu beri sjálfir alla ábyrgð á ástandi sínu.

„Erfðir, líffræðilegir þættir, sálfræðilegir þættir, streita, hormón, magn og gæði svefns, lyf, umhverfi og félags- og fjárhagsleg staða eru allt þættir sem geta átt þátt í þróun offitu.“

-Wright SM & Aronne LJ. Causes of obesity.

Reiknaðu út þitt BMI

cm
ft
in
kg
st
lb

Líkamsþyngdarstuðull (BMI):

__

Líkamsþyngdarflokkur:

__

@
A link with your BMI result has been sent to the email address.
An error has occured. The email wasn't sent.

Miklu meira en orkuneysla og orkunotkun

Algengt viðhorf er að ef við myndum bara borða réttan mat og hreyfa okkur á réttan hátt værum við ekki of þung. Þó að það sé rétt, að (of) þyngd haldist í hendur við sambandið á milli orkuneyslu og orkunotkunar, þá er það ofureinföldun – og getur sært þá sem eru með offitu. Þyngdartap er háð jafnvæginu á milli þess hversu mikillar orku við neytum og hversu mikla orku við notum. En orsakirnar fyrir því að orkujafnvægið er ekki til staðar eru flóknar og mismunandi milli einstaklinga.

Leiðandi vísindamenn eru hins vegar sammála um, að einstaklingar sem eiga við ofþyngd að stríða, séu raunverulega með offitu, sem er langvinnur sjúkdómur.

Rétt eins og á við um marga aðra langvinna sjúkdóma, þá þróast offita með tímanum. Það eru margar ástæður fyrir þessu, og þær snúast ekki um að við séum meðvituð eða að við höfum stjórnina. Sálfræðilegir þættir, erfðir, hormón, streita, magn og gæði svefns, lyfin sem við tökum og umhverfið sem við búum í, getur allt haft áhrif.

Til að geta meðhöndlað offitu sem best er fyrsta skrefið að greina hvaða orsakir það eru sem skipta máli – þessar orsakir eru mismunandi á milli einstaklinga – og hvernig hægt er að bregðast við sumum af þessum áskorunum.

Heimildir
  • Yumuk V et al. European Guidelines for Obesity Management in Adults. Obesity Facts 2015; 8:402-424.
  • Johnson F, Beeken RJ, Croker H et al. Do weight perceptions among obese adults in Great Britain match clinical definitions? Analysis of cross-sectional surveys from 2007 and 2012. British Medical Journal Open 2014; 4: e005561.
  • Kaplan L, Golden A, Jinnett K et al. Perceptions of Barriers to Effective Obesity Care: Results from the National ACTION Study. Obesity. 2018; 26:61–69.
  • Hall KD, Hammond RA, Rahmandad H. Dynamic Interplay Among Homeostatic, Hedonic, and Cognitive Feedback Circuits Regulating Body Weight. American Journal of Public Health 2014; 104:7:1169-117
  • Puhl RM & Heuer CA. Obesity Stigma: Important Considerations for Public Health. American Journal of Public Health. 2010; 100:6:1019-1028.
  • Wright SM & Aronne LJ. Causes of obesity. Abdominal Imaging 2012; 37:730–732.

Tengdar greinar

Stóra spurningin: Er offita sjúkdómur?
Offita | 6 Lágm. lestur

Stóra spurningin: Er offita sjúkdómur?

Hvers vegna er offita sjúkdómur en ekki bara skortur á viljastyrk eða spurning um lífsstíl? Hluti af svarinu er að offita er svo miklu meira en það sem þú sérð. Miklu meira.

Hvernig hormón stýra matarlystinni okkar, matarvenjum og þyngd
Hormón | 5 Lágm. lestur

Hvernig hormón stýra matarlystinni okkar, matarvenjum og þyngd

Í blóðinu eru boðefni sem eiga þátt í að stýra matarlystinni. Skilningur á því hvernig þau virka getur varpað ljósi á það hvaða hlutverk líffræðilegir þættir hafa í tengslum við þyngdarstjórnun.

BMI REIKNIVÉL: Reiknaðu líkamsþyngdarstuðulinn hér
Verkfæri | 5 Lágm. lestur

BMI REIKNIVÉL: Reiknaðu líkamsþyngdarstuðulinn hér

Líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index, BMI) er tala sem er reiknuð út frá hæð og þyngd. Þetta er ekki nákvæmur útreikningur á prósentuhlutfalli líkamsfitu, en þetta er þægileg leið til að ákveða hvar þyngdin þín liggur með tilliti til þess hvað telst heilbrigt.