
Stóra spurningin: Er offita sjúkdómur?
Hvers vegna er offita sjúkdómur en ekki bara skortur á viljastyrk eða spurning um lífsstíl? Hluti af svarinu er að offita er svo miklu meira en það sem þú sérð. Miklu meira.
“Ég fer í líkamsræktarstöðina, ég borða mjög litla skammta og ég stunda jóga. En ég er ennþá í ofþyngd. Fólk segir við mig, „borðaðu minna, hreyfðu þig meira, og þá er vandamálið leyst“. En svo auðvelt er það einfaldlega ekki“.
Fyrir Vicki Mooney, sem er þriggja barna móðir og býr á Spáni, urðu tímamót þegar hún bað lækninn sinn um hjálp. Það hjálpaði henni einnig að skilja að hennar offita snerist ekki bara um hennar lífsstíl, heldur fremur um langvinnan sjúkdóm sem átti sér margar orsakir.
Hver sá sem hefur gengið í gegnum brot af þessu, sem Vicki hefur gengið í gegnum, þekkir það alltof vel – og skilur að það er erfitt að létta sig. Og það er ennþá erfiðara að halda þyngdinni niðri. Samt sem áður er það oft almennur skilningur að einstaklingar sem eru með offitu beri sjálfir alla ábyrgð á ástandi sínu.
„Erfðir, líffræðilegir þættir, sálfræðilegir þættir, streita, hormón, magn og gæði svefns, lyf, umhverfi og félags- og fjárhagsleg staða eru allt þættir sem geta átt þátt í þróun offitu.“
Algengt viðhorf er að ef við myndum bara borða réttan mat og hreyfa okkur á réttan hátt værum við ekki of þung. Þó að það sé rétt, að (of) þyngd haldist í hendur við sambandið á milli orkuneyslu og orkunotkunar, þá er það ofureinföldun – og getur sært þá sem eru með offitu. Þyngdartap er háð jafnvæginu á milli þess hversu mikillar orku við neytum og hversu mikla orku við notum. En orsakirnar fyrir því að orkujafnvægið er ekki til staðar eru flóknar og mismunandi milli einstaklinga.
Leiðandi vísindamenn eru hins vegar sammála um, að einstaklingar sem eiga við ofþyngd að stríða, séu raunverulega með offitu, sem er langvinnur sjúkdómur.
Rétt eins og á við um marga aðra langvinna sjúkdóma, þá þróast offita með tímanum. Það eru margar ástæður fyrir þessu, og þær snúast ekki um að við séum meðvituð eða að við höfum stjórnina. Sálfræðilegir þættir, erfðir, hormón, streita, magn og gæði svefns, lyfin sem við tökum og umhverfið sem við búum í, getur allt haft áhrif.
Til að geta meðhöndlað offitu sem best er fyrsta skrefið að greina hvaða orsakir það eru sem skipta máli – þessar orsakir eru mismunandi á milli einstaklinga – og hvernig hægt er að bregðast við sumum af þessum áskorunum.
The site you are entering is not the property of, nor managed by, Novo Nordisk. Novo Nordisk assumes no responsibility for the content of sites not managed by Novo Nordisk. Furthermore, Novo Nordisk is not responsible for, nor does it have control over, the privacy policies of these sites.