Go to the page content
Offita | 6 Lágm. lestur

Stóra spurningin: Er offita sjúkdómur?

Fleiri og fleiri sérfræðingar skilgreina offitu sem sjúkdóm. Það kemur sumum á óvart en er léttir fyrir aðra – sérstaklega þá sem stríða við offitu. En hvers vegna er offita sjúkdómur en ekki bara skortur á viljastyrk eða spurning um lífsstíl? Hluti af svarinu er að offita er svo miklu meira en það sem þú sérð. Miklu meira.

London, 2018. Hópur sérfræðinga er á fundi fyrir meðlimi Royal College of Physicians (RCP) til að ræða um hvort skilgreina eigi offitu sem sjúkdóm. Dr. Andrew Goddard hlustar af áhuga. Og það ber honum að gera. Aðeins tveimur mánuðum áður var hann kosinn 121. formaður RCP – sá yngsti í 400 ár.

Fyrir honum er þessi fundur ekki bara umræða. Þetta er alvarlegt mál sem mun koma til með að breyta því hvernig fólk skilur og meðhöndlar offitu. Og að lokum eru allir sammála – offita er sjúkdómur. Langvinnur sjúkdómur, en engu að síður sjúkdómur sem hægt er að ná tökum á, sem ekki aðeins genin okkar hafa áhrif á, heldur líka umhverfið sem við búum við í dag.

„Það er mikilvægt fyrir heilsu þjóðarinnar að við fjarlægjum þá skömm sem bundin er við offitu. Þetta er ekki val á lífsstíl, sem orsakast af græðgi einstaklingsins, heldur sjúkdómur sem orsakast af mismunandi heilsufarslegum þáttum, erfðafræðilegum áhrifum og félagslegum þáttum,“ segir Dr. Andrew Goddard.

Reiknaðu út þitt BMI

cm
ft
in
kg
st
lb

Líkamsþyngdarstuðull (BMI):

__

Líkamsþyngdarflokkur:

__

@




A link with your BMI result has been sent to the email address.
An error has occured. The email wasn't sent.

Vísindin á bak við offitu

Teymið hans Dr. Andrew Goddard er ekki það fyrsta sem sest niður og ræðir um offitu. Um allan heim hafa svipaðir hópar sérfræðinga komist að sömu niðurstöðu, sem oft veldur heitum umræðum í fjölmiðlum. Offita er ennþá af mörgum talin vera einfalt val á lífsstíl – á því hversu mikið þú borðar og hversu lítið þú hreyfir þig. Orkuneysla og orkunotkun. Einfalt, ekki satt? En samkvæmt vísindunum er það ekki svo einfalt.

Við skulum byrja með stutta hugaræfingu til þess að skilja hvers vegna.

Ímyndaðu þér sjúkdóm sem:

  • Setur fólk í mikla hættu á að fá önnur heilsufarsvandamál eða að gera þau verri, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki af tegund 2, háan blóðþrýsting, hátt kólesteról, kæfisvefn, ákveðnar tegundir af krabbameini, kvíða og þunglyndi.
  • Breytir því hvernig líkaminn bregst við meðferð. Það sem virkaði áður virkar ekki lengur.
  • Versnar stöðugt af völdum okkar daglega umhverfis.
  • Hefur áhrif á fólk alla ævi.

En einstaklingarnir sem eru með sjúkdóminn leita sér sjaldan læknishjálpar, vegna þess að þeir halda að þeir eigi sjálfir að geta meðhöndlað hann.

Myndir þú ekki líta svo á að þessi sjúkdómur væri alvarlegt læknisfræðilegt vandamál?

„Þyngdartap um aðeins fimm prósent er nóg til að minnka hættuna á ákveðnum þyngdartengdum fylgisjúkdómum eins og t.d. háum blóðþrýstingi.“

-Warkentin et al. The effect of weight loss on health‐related quality of life: systematic review and meta‐analysis of randomized trials.

Ný von um betri heilsu

Þessi sjúkdómur er hvorki ímyndaður né ósýnilegur. Hann er raunverulegur og hann nefnist offita. Fólk sem er með offitu er minnt á það á hverjum degi – í farartækjum, í almenningssamgöngum, fataverslunum, almenningsgörðum og jafnvel þegar það borðar kvöldmat með þeim sem þeim þykir vænt um. En líkamsþyngdin er sá þáttur sem er síst mikilvægur varðandi offitu. Mikilvægustu þættirnir eru þeir sem ekki sjást.

Góðu fréttirnar eru þær að offita er sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla, og fólkið sem er með hann getur ennþá bætt heilsu sína og aukið vellíðan. Þyngdartap um aðeins fimm prósent er raunverulega nóg til að minnka hættuna á ákveðnum þyngdartengdum fylgisjúkdómum eins og t.d. háum blóðþrýstingi.

En þyngdarstjórnun er ekki eitthvað sem gerist á einum degi. Fólk með offitu þarf rétta og viðvarandi meðferð og umhyggju til að geta létt sig og haldið þyngdinni niðri. Þess vegna er mikilvægt að viðurkenna offitu sem sjúkdóm og að veita meðferð við henni samkvæmt nýjustu vísindalegu framförum.

Með tilliti til meðferðar er ekki nein ein lausn sem hentar öllum

Þó að margir eigi það sameiginlegt að eiga við offitu að etja þarf einstaklingsbundna meðferðaráætlun fyrir hvern og einn einstakling. Við höfum öll mismunandi gen, heilbrigði, lífsferil, persónuleika og umhverfi. Og það eru ekki sömu markmið sem hvetja okkur áfram. Persónuleg meðferðaráætlun mun að öllum líkindum krefjast samsetningar mismunandi meðferðarmöguleika til að uppfylla einstaklingsbundnar þarfir.

Vaxandi fjöldi þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu skilja hvað þarf til, til að hjálpa

Sífellt fleiri þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu viðurkenna hversu flókin offita er í eðli sínu og eru að læra meira um hvernig þeir geta hjálpað. Verkfærakassinn þeirra með meðferðarmöguleikum stækkar og er í stöðugri uppfærslu. Í dag nær hann yfir atferlismeðferð, ígildi máltíða og hitaeiningaskert mataræði, lyf við offitu og skurðaðgerðir. Það er líka horft á fleira en bara mataræðið og hversu mikið þú hreyfir þig. Nútíma meðhöndlun offitu felur í sér skilning á einstaklingsbundnu matarmunstri (hvernig, hvenær og af hverju þú borðar) ásamt munstri sem tengist skapi, svefni, streitu og hreyfingu.

Heimildir
  • Royal College of Physicians. Obesity should be recognized as a disease. Council Paper 2018.
  • Royal College of Physicians. RCP calls for obesity to be recognized as a disease. RCP London News 2019. https://www.rcplondon.ac.uk/news/rcp-calls-obesity-be-accepted-disease [Tilgået juni 2019]
  • European Medicines Agency (det Europæiske Lægemiddelagentur). Draft Guideline on clinical evaluation of medicinal products used in weight control 2014.
  • Food and Drug Administration (den amerikanske fødevare- og lægemiddelstyrelse). Guidance for Industry Developing Products for Weight Management 2007.
  • Heuer CA, McClure KJ & Puhl RM. Obesity Stigma in Online News: A Visual Content Analysis. Journal of Health Communication 2001; 16:976–987.
  • Guh et al. The incidence of co-morbidities related to obesity and overweight: A systematic review and meta-analysis. BMC Public Health 2009; 9:88.
  • Luppino et al. Depression and obesity: A meta-analysis of community-based studies. Arch Gen Psychiatry 2010; 67:220–9.
  • Sumithran P & Proietto J. The defence of body weight: a physiological basis for weight regain after weight loss. Clinical Science 2013; 124:231-241.
  • National Institutes of Health. Clinical Guidelines On The Identification, Evaluation, And Treatment Of Overweight And Obesity In Adults 1988.
  • Rand K et al. It is not the diet; it is the mental part we need help with. A multilevel analysis of psychological, emotional, and social well-being in obesity. International Journal of Qualitative Studies on Health and Well-being 2017; 12:1-14.
  • Yumuk V et al. European Guidelines for Obesity Management in Adults. Obesity Facts 2015; 8:402-424.
  • Warkentin et al. The effect of weight loss on health‐related quality of life: systematic review and meta‐analysis of randomized trials. Obes Rev 2014; 15:169–82.
  • Berthoud H, Münzberg H, & Morrison, CD. Blaming the brain for obesity. Gastroenterology 2017; 152(7):1728-1738.
  • Astrup A. Dietary treatment of overweight and obesity. I: Thomas A. Wadden & George A. Bray (eds.). Handbook of Obesity Treatment. New York: Guilford Press 2018: 309-321.
  • Caterson ID et al. Gaps to bridge: Misalignment between perception, reality and actions in obesity. Diabetes Obes Metab 2019; 21(8): 1914-1924

Tengdar greinar

Hvernig hormón stýra matarlystinni okkar, matarvenjum og þyngd
Hormón | 5 Lágm. lestur

Hvernig hormón stýra matarlystinni okkar, matarvenjum og þyngd

Í blóðinu eru boðefni sem eiga þátt í að stýra matarlystinni. Skilningur á því hvernig þau virka getur varpað ljósi á það hvaða hlutverk líffræðilegir þættir hafa í tengslum við þyngdarstjórnun.