Go to the page content
Ráð | 5 Lágm. lestur

Fáðu einstaklingsbundna meðferðaráætlun við offitu. Gerðu lækninn að samstarfsaðila þínum

Offita er flókinn sjúkdómur, en það þarf meðferðin ekki að vera. Heilbrigðisstarfsfólk hefur þekkingu og verkfæri til að gera meðferðaráætlun, sem virkar fyrir þig.

Þú hefur ef til vill nú þegar hafið ferðalagið þitt í áttina að þyngdartapi, en án þess að ná miklum árangri. Eða þú ert ef til vill rétt að byrja og ert óviss með hvaða stefnu þú átt að taka. Í báðum tilfellum á næsta skref að vera að finna meðferðaraðila sem hefur menntun á sviði offitu. Í sameiningu getið þið fundið orsakirnar fyrir offitunni og hindranirnar, sem hugsanlega koma í veg fyrir að eitthvað sé að gert.

Það er mikilvægt að þú áttir þig á hvert hlutverk þitt er í þessu öllu saman. Því skaltu skrifa hjá þér, eða taka vin eða fjölskyldumeðlim með þér í viðtalið. Og ef þú ert ekki viss um eitthvað, hikaðu þá ekki við að spyrja! Þú getur líka ef til vill komið með tillögur um það hvernig hægt sé að bæta meðferðina þína.

Skoðaðu nánar orsakirnar fyrir offitu og settu þér markmið

Láttu það ekki koma þér á óvart ef spurt er um hvernig þyngdin þín hefur þróast fram að þessu og hvað þú hafir gert til að reyna að hafa stjórn á þyngdinni. Mikilvægt er að upplýsa um fyrri og núverandi sjúkdóma – og hvort þú notir einhver lyf. Hugsanlega talið þið líka um mataræðið þitt, svefninn og skapið – og hvort breytingar hafi orðið þar á með tímanum.

Næsta skref er svo að tala um meðferðarmöguleika sem henta þér, sem byggjast á þínum einstaklingsbundnu þörfum. Það eru til margir mismunandi vísindalega viðurkenndir meðferðarmöguleikar, og þú hefur aðgang að þeim í gegnum lækninn. Til dæmis hollt mataræði og líkamleg hreyfing, atferlismeðferð, lyf við offitu og offituaðgerðir. Þín persónulega áætlun um þyngdarstjórnun mun fela í sér margs konar meðferð, sem byggist á þínum aðstæðum.

Woman in a black T-shirt is standing on a green meadow having her hands up in the air; clear blue sky, sun is rising

Markmið sem styrkja heilsuna og lífsgæðin

Þegar á að setja markmið í þyngdarstjórnun, er gott að vita að þyngdartap sem er fimm prósent eða meira getur haft jákvæð áhrif á heilsuna.

„Góð markmið geta gefið innblástur til lífsstílsbreytinga. Það gengur best þegar markmiðin eru raunhæf og þegar þú ert með þau á hreinu.“

-Rekha BK and Aronne LJ. Medical Evaluation of Patients with Obesity.

En markmið eru meira en tölur yfir þyngd. Góð markmið geta gefið innblástur til lífsstílsbreytinga. Það gengur best þegar markmiðin eru raunhæf og þegar þú ert með þau á hreinu. Þú og læknirinn ákveðið hvernig þið mælið árangurinn af áætluninni sem er sérhönnuð fyrir þig.

Að bæta heilsuna er eitt markmið, en það eru mörg önnur markmið sem þú getur undirbúið og rætt við lækninn. Það getur verið:

  • Að líða betur og hafa meiri orku
  • Að geta stundað íþróttir með börnunum þínum
  • Að eiga auðvelt með að standa upp af gólfinu
  • Að minnka eða hætta lyfjanotkun
  • Að geta gengið upp tröppurnar án þess að mæðast
  • Og margt annað...

Mundu, að þú ert sérfræðingurinn um þitt líf. Það ert þú sem veist best hvað fær þig til að líða betur og hvað verkar hvetjandi á þig. Við erum ólík hvert öðru og læknirinn mun meta það að þú segir frá því hvaða hugmyndir þú hefur.

Hverju búast má við meðan á þyngdartapinu stendur

Eins og við á um öll ferðalög hefur þyngdartap sínar uppsveiflur og niðursveiflur. Og til þess að ferðin verði árangursrík þarftu að fara í gegnum erfiðu tímabilin án þess að gefast upp. Sem betur fer getur læknirinn hjálpað þér að undirbúa þig fyrir erfiðu tímabilin.

Algengur áfangi, sem veldur oft vonbrigðum, á leiðinni að þyngdarstjórnun er þyngdarstöðnun. Það er þegar þyngdin nær stöðugleika eftir þyngdartap í ákveðinn tíma. Þessi þyngdarstöðnun getur haft fráhrindandi áhrif, en hún er alveg eðlileg og gerist yfirleitt – eða jafnvel alltaf – þegar um vel heppnað og viðvarandi þyngdartap er að ræða.

Læknirinn er lykilaðili í því að finna nýja leið, þannig að þú getir sigrast á erfiðum augnablikum eins og þyngdarstöðnuninni. Með tilliti til þinna markmiða getur læknirinn valið að setja meiri kraft í meðferðina eða hreinlega viðhalda því þyngdartapi sem þú hefur náð.

Þú þarft ekki að gera þetta ein/-n

Að takast á við offitu er ævilangt ferli. Fyrir marga er það einmana barátta, sem getur virst nokkuð vonlaus. En hún þarf ekki að vera það. Sífellt fleiri læknar þekkja nýjustu rannsóknir á offitu og hafa þá nauðsynlegu þekkingu sem þarf til að veita meðferð við henni. Að finna rétta lækninn til samstarfs getur verið fyrsta skrefið að betri heilsu og meiri lífsgæðum.

Heimildir
  • Rekha BK & Aronne LJ. Medical Evaluation of Patients with Obesity. I: Thomas A Wadden & George A Bray (eds.). Handbook of Obesity Treatment. New York: Guilford Press 2018; 243-252.
  • Tronieri JS & Wadden TA. Medical Evaluation of Patients with Obesity. I: Thomas A Wadden & George A Bray (eds.). Handbook of Obesity Treatment. New York: Guilford Press 2018; 243-252.
  • Hall KD & Kahan S. Maintenance of lost weight and long-term management of obesity. Medical Clinics of North America 2018; 102(1):183-197.

Tengdar greinar

Áhrif ónógs svefns á þyngd
Svefn | 3 Lágm. lestur

Áhrif ónógs svefns á þyngd

Ef við fáum of lítinn svefn getur það breytt hormónajafnvægi okkar. Það getur valdið því að við borðum meiri mat og þyngjumst.