Go to the page content
Sálfræði | 5 Lágm. lestur

Tilfinningarnar hafa áhrif á þyngd og þyngdartap

Það eru margar ástæður fyrir því að við þyngjumst eða léttumst. Stundum tengjast þessar ástæður því hvernig okkur líður. Að borða til að líða betur er oft kallað tilfinningatengt át – og það er ástæðan fyrir því að við þurfum stundum sálfræðilegan stuðning fremur en ráðgjöf um mataræði.

Líkaminn er nátengdur huganum. Hugsaðu einfaldlega um hvernig líkaminn bregst samstundis við þegar þú verður taugaóstyrk/-ur – þú svitnar í lófunum og þú verður þyrst/-ur. Það sem gerist í höfðinu á okkur getur líka gert okkur útsettari fyrir heilsufarsvandamálum – það getur meira að segja aukið hættuna á offitu.

„Sumir nota mat til að takast á við erfiðar aðstæður, þegar ekkert annað virkar. Það gengur ef til vill í stuttan tíma, en til lengri tíma litið getur það orðið áskorun í sjálfu sér.“

- Forman E & Butryn M. Effective Weight Loss: An Acceptance-Based Behavioral Approach - Treatments That Work.

Enginn getur búist við því að vera alltaf hress og kátur. Þess vegna finnum við öll leiðir til að deyfa tilfinningarnar. Sumir sitja og horfa á sjónvarpsþætti í stað þess að fá þann svefn sem þeir þurfa. Aðrir nota aðferðir eins og reykingar, áfengi eða innkaupaferðir.

Sumir nota mat til að takast á við erfiðar aðstæður og til að takast á við tilfinningar, þegar ekkert annað hefur áhrif. Það gengur ef til vill í stuttan tíma, en til lengri tíma litið getur það orðið áskorun í sjálfu sér.

Sálfræðingar kalla þessa aðferð tilfinningatengt át. Við gerum þetta öll af og til – sum okkar gera þetta oftar en aðrir. Streita, þunglyndi og kvíði geta einnig skipt máli. Það sama á við um mikilvæga áfanga í lífinu eins og að stofna fjölskyldu, skipta um starf eða flytja á nýjan stað. Eða atburði sem eiga sér stað ennþá fyrr, eins og áföll í æsku.

Að takast á við áföll og sársauka

Þetta var reyndin hjá Vicki Mooney, sem notaði mat til að þola það að alast upp hjá ofbeldisfullum föður. Þegar hún var 28 ára var hún 180 kg að þyngd.

„Til að geta þolað þau áföll sem ég upplifði var ég vön að borða súkkulaðistykki. Ég fór inn í herbergið mitt og þó að ég upplifði ennþá allar tilfinningarnar og sársaukann, borðaði ég súkkulaðið mitt og fannst að mér liði aðeins betur,“ segir hún.

Ástæður fyrir tilfinningatengdu áti geta verið margar. Hjá sumum, eins og t.d. Vicki, tengist það alvarlegum tilfinningalegum áföllum og sársauka. En það eru ekki allir sem geta tengt sitt tilfinningatengda át ákveðnum orsökum eða atburðum í lífinu. Hjá sumum getur orsökin verið streita.

Tilfinningatengt át verður að vítahring

Þegar það er orðið að vana getur verið erfitt að breyta því. Margir þeirra einstaklinga, sem berjast við tilfinningatengt át, segja að það sé eins og hver önnur ávanabinding, eins og t.d. reykingar.

Þetta getur orðið að vítahring. Það byrjar með því að maður borðar til að deyfa tilfinningarnar, sem veitir skammtímalausn. En svo skammast maður sín fyrir að borða óhóflega – og þá er maður kominn í vítahring.

„Til að geta þolað þau áföll sem ég upplifði var ég vön að borða súkkulaðistykki, þá leið mér aðeins betur.“

-Vicki Mooney

Vítahringurinn verður líka öflugri vegna þeirra neikvæðu upplifana sem eru algengar hjá fólki með offitu. Fólki með offitu finnst sér oft hafnað af samfélaginu eða finnst þau ekki fá þann stuðning eða skilning hjá fjölskyldu og vinum, eða meðferðaraðilum, sem þau hafa þörf fyrir.

Finndu þér þann stuðning sem þú þarft á að halda

Þannig að, það getur verið traustvekjandi að vita að jafnvel litlar breytingar á því hvernig við lifum og hugsum getur haft mikil jákvæð áhrif á andlega líðan okkar. Stundum þurfum við bara sjónarhorn annarrar manneskju til að hjálpa okkur að átta okkur á því hvaða breytingar við þurfum að gera – og hvernig við eigum að gera þær. Sú manneskja getur verið vinur, fjölskyldumeðlimur eða sálfræðingur.

Sad woman sitting on the coach with a tissue in her hand and a professional making notes

Maður getur byrjað á að skoða ástæðurnar fyrir neikvæðu tilfinningunum. Stundum er það mikilvægt fyrsta skref, bara að finna út hverjar þær gætu verið. Sálfræðingur getur hjálpað þér í þessu ferli.

„Sem betur fer geta jafnvel litlar breytingar á því hvernig við lifum og hugsum, haft mikil jákvæð áhrif á andlega líðan okkar.“

-Forman E & Butryn M. Effective Weight Loss: An Acceptance-Based Behavioral Approach - Treatments That Work.

Önnur leið getur verið að breyta því hvernig við bregðumst við tilfinningum okkar. Komið hefur í ljós að atferlismeðferð – sem hjálpar þér að skilja og breyta munstrum sem tengjast hugsun, mat og hreyfingu - er árangursrík hvað þetta varðar.

Veistu hvar þú færð hjálp? Góð byrjun er að hafa samband við lækni eða annan heilbrigðisstarfsmann sem þú treystir.

Reiknaðu út þitt BMI

cm
ft
in
kg
st
lb

Líkamsþyngdarstuðull (BMI):

__

Líkamsþyngdarflokkur:

__

@




A link with your BMI result has been sent to the email address.
An error has occured. The email wasn't sent.
Heimildir
  • Luppino FS et al. Overweight, Obesity, and Depression. Arch Gen Psychiatry 2010; 67:220–9.
  • Freedhoff Y & Sharma AM. Best Weight – A practical guide to office-based obesity management. Canadian Obesity Network 2010.
  • Forman E & Butryn M. Effective Weight Loss: An Acceptance-Based Behavioral Approach - Treatments That Work (Workbook Ed.). New York: Oxford University Press 2016.
  • Luppino FS et al. Overweight, Obesity, and Depression. Arch Gen Psychiatry 2010; 67:220–229.
  • Smith LH & Holm L. Obesity in a life-course perspective: An exploration of lay explanations of weight gain. Scandinavian Journal of Public Health 2011; 39:396–402.
  • Nguyen-Rodriguez ST, Chou C, Unger JB & Spruijt-Metz D. BMI as a moderator of perceived stress and emotional eating in adolescents. Eating Behaviors 2008; 9:238–246.
  • Rand K et al. It is not the diet; it is the mental part we need help with. A multilevel analysis of psychological, emotional, and social well-being in obesity. International Journal of Qualitative Studies on Health and Well-being 2017; 12:1-14.
  • Gomez-Rubalcava S, Stabbert K & Phelan S. Behavioral Treatment of Obesity. I: Thomas A Wadden & George A Bray (eds.). Handbook of Obesity Treatment. New York: Guilford Press 2018.

Tengdar greinar

Áhrif ónógs svefns á þyngd
Svefn | 3 Lágm. lestur

Áhrif ónógs svefns á þyngd

Ef við fáum of lítinn svefn getur það breytt hormónajafnvægi okkar. Það getur valdið því að við borðum meiri mat og þyngjumst.