Go to the page content
Ráð | 5 Lágm. lestur

Hugsaðu vel um þig: 8 leiðir til að takast á við streitu og ná þyngdarstjórnun

Þegar okkur líður eins og við höfum misst stjórnina, er eðlilegt að finna fyrir streitu. Hér eru nokkrar leiðir til að takast á við streitu – sem geta hjálpað þér að taka því rólega og endurheimta stjórnina.

Streita hefur hjálpað manninum að lifa af í þúsundir ára. En lífið sem við lifum nú til dags getur viðhaldið streitunni svo lengi að það fer að hafa áhrif á heilsuna. Sumir bregðast við streitunni með því að borða orkuríkan mat. Það getur leitt til aukinnar líkamsþyngdar og aukinnar hættu á offitu. Samkvæmt skýrslu frá 2007 (Stress in America) borða 43% Bandaríkjamanna meira en þeir þurfa, þegar þeir upplifa streitu.

Vandamálið með streitu er að hún er oft bundin við eitthvað sem hefur ekki gerst ennþá. Við höfum áhyggjur af fundum, því að byrja í nýju starfi eða ef til vill framtíð sambandsins sem við erum í. Það er erfitt að hafa stjórn á því sem gerist í framtíðinni. En það er hægt að hafa stjórn á því hvernig maður bregst við streitutilfinningum.

„Við höfum áhyggjur af fundum, því að byrja í nýju starfi eða ef til vill framtíð sambandsins sem við erum í. Það er erfitt að hafa stjórn á því sem gerist í framtíðinni. En það er hægt að hafa stjórn á því hvernig maður bregst við streitutilfinningum.“

-The Harvard Gazette. Health & Medicine: With mindfulness, life’s in the moment.

Einkenni um væga streitu geta verið svefnvandamál, eirðarleysi eða „fiðrildi“ í maganum. Ef eitthvað af þessu hljómar kunnuglega eru hérna 8 aðferðir sem geta hjálpað þér að endurheimta stjórnina og taka því rólega.

1. Finndu orsökina fyrir streitunni

Reyndu að finna út hvað það er sem veldur streitunni. Eru það ákveðnar aðstæður eða vandamál, sem gera það að verkum að þú finnur fyrir streitu? Íhugaðu hvort þú getur gert eitthvað til að breyta því. Ef svarið er já, reyndu þá að skrifa áætlun á blað. Ef þú finnur t.d. fyrir streitu af því að það er of mikið að gera í vinnunni, gætir þú ef til vill fengið fund með yfirmanni þínum til að ræða vinnuálagið.

2. Hvernig bregst þú við streitu?

Góðu fréttirnar eru þær að við getum lært nýjar leiðir til að bregðast við streitu. Það byggist á því að við áttum okkur á því hvernig við bregðumst við og því næst að læra nýja – heilbrigðari – leið til að takast á við streitu.

3. Sigrastu á streitunni með aukinni hreyfingu

Hreyfing lætur okkur líða vel og léttir lundina. Prófaðu hreyfingu sem þú hefur gaman af og sem þér finnst virka.

4. Hugleiðsla

Hugleiðsla hjálpar okkur að einbeita okkur að nútíðinni í stað þess að hafa áhyggjur af því hvað gæti gerst í framtíðinni. Þú gætir byrjað á öndunaræfingu til þess að ná ró, eða hlustað á slökunartónlist. Það er mikið til af núvitundar- og hugleiðslusmáforritum eins og t.d. Headspace, sem eru hönnuð sérstaklega í þessum tilgangi.

5. Sofðu betur á nóttunni

Það er eðlilegt að sofa illa þegar maður finnur fyrir streitu. En það er mikilvægt fyrir heilsu fullorðinna einstaklinga að fá á bilinu sjö til níu klukkustunda svefn á hverri nóttu. Reyndu að bæta svefnvenjur þínar. Ef þú þarft hjálp, lestu þá ráð okkar um hvernig þú færð góðan nætursvefn.

Woman lying in a bed and smiling

6. Lærðu hvernig þú getur forðast að bregðast við streitu með því að borða

Að borða mat getur orðið að aðferð til að bregðast við streitu, jafnvel þó að við séum dugleg að reyna að vera heilbrigð og borða í hóflegum skömmtum. Við vitum að okkur líður vel af bragðgóðum mat. En hjá sumum getur það orðið ávanabindandi vítahringur. Reyndu að taka eftir því hvenær streitan er til staðar og hvernig þú bregst við henni. Reyndu síðan að temja þér heilbrigðari viðbrögð með því að gera eitthvað í staðinn sem þér líður vel með.

7. Fáðu hjálp og hjálpaðu þeim sem þurfa hjálp

Að hringja í vin eða umkringja sig aðstandendum sem veita stuðning getur minnkað streitu. En rannsóknir hafa líka sýnt að það að veita öðru fólki félagslegan stuðning getur líka verið góð leið til að minnka streitu.

8. Þegar streita þarfnast faglegrar meðhöndlunar

Það er ekki alltaf auðvelt að takast á við streitu. Aðferðirnar hér að ofan virka hugsanlega bara á væg einkenni streitu. Ef einkennin eru alvarlegri, svo sem árásargirni, gleymska eða óútskýrðir verkir, svefnvandamál og breytt félagsleg hegðun, er mikilvægt að sækja sér faglega aðstoð. Í slíkum tilvikum getur fagaðili hjálpað þér að finna heilbrigðar aðferðir til að takast á við streitu.

Heimildir
  • Chao A, Grilo CM, White MA & Sinha R. Food cravings mediate the relationship between chronic stress and body mass index. Journal of Health Psychology 2015; 20(6):721-729.
  • Guyenet S. The hungry brain. Outsmarting the instincts that make us overeat. New York: Flatiron 2017.
  • Forman E & Butryn M. Effective Weight Loss: An Acceptance-Based Behavioral Approach - Treatments That Work (Workbook Ed.). New York: Oxford University Press 2016.
  • Fox KR. The influence of physical activity on mental well-being. Public health nutrition 1999; 2(3a):411-418.
  • The Harvard Gazette. Health & Medicine: With mindfulness, life’s in the moment: https://news.harvard.edu/gazette/story/2018/04/less-stress-clearer-thoughts-with-mindfulness-meditation/ [Tilgået juli 2019].
  • Spaeth AM & Dinges DF. Sleep and obesity. I: Thomas A Wadden & George A Bray (eds.). Handbook of Obesity Treatment. New York: Guilford Press 2018.
  • Sapolsky RM. Why zebras don’t get ulcers. The acclaimed guide to stress-related disease, and coping (3rd ed.) St. Martin’s Griffin 2004.

Tengdar greinar