Go to the page content
Erfðir | 5 Lágm. lestur

Genin hafa áhrif á þyngdina þína

Á sama hátt og við fæðumst með ákveðinn augnlit, getum við fæðst með tilhneigingu til að þyngjast. Og rétt eins og við áfellumst engan fyrir augnlitinn þeirra, getum við heldur ekki áfellst einstaklinga sem hafa tilhneigingu til að þyngjast, fyrir ofþyngd þeirra.

Nokkur af fyrstu merkjunum um tengsl á milli gena og offitu fundust af hópi rannsakenda frá University of Michigan, árið 1952. Þeir framkvæmdu rannsókn hjá 81 tvíburapari, en þau komu aðallega frá framhaldsskólum á nálægum svæðum. Tekið var mál af tvíburunum á ýmsan hátt, þ.m.t. lengd fótar, lengd upphandleggjar og meira að segja lengd nefsins.

Mælingarnar gáfu rannsakendunum möguleika á að athuga hversu líklegt það væri að þeir hefðu erft þessa mismunandi eiginleika frá foreldrum sínum – þetta nefnast erfðir. Af öllum þeim eiginleikum sem rannsakendurnir mældu, kom í ljós, að eiginleikarnir sem höfðu mesta fylgni við erfðir voru þyngd og mittismál.

Mum and two children spending time outside and smiling at each other

Síðan hafa verið gerðar margar svipaðar rannsóknir, þar sem tvíburar sem hafa ekki alist upp saman eru bornir saman. Samsvörun var á milli eineggja tvíbura með tilliti til þyngdar, óháð því hvort þeir ólust upp saman eða sitt í hvoru lagi frá fæðingu. Það sýnir að genin hafa öflug áhrif samanborið við umhverfið, þegar um líkamsþyngd er að ræða. Saman gefa þessar niðurstöður örugga sönnun þess að erfðir gegna lykilhlutverki varðandi ofþyngd. Sumar niðurstöður benda til þess að þáttur erfða sé á bilinu 40 til 70 prósent. Það þýðir að genin sem þú erfir frá foreldrum þínum geta aukið hættuna á offitu.

DNA chain

40 - 70 %

Erfðir gegna lykilhlutverki varðandi offitu, og rannsóknir sýna að þáttur erfða er á bilinu 40 til 70 prósent.

-Waalen J., The genetics of human obesity

Hvernig hafa genin áhrif á þyngdina?

Það eru ennþá rannsóknir í gangi á þessu sviði. En það hefur þegar verið staðfest að genin hafa áhrif á:

 • Hversu mikinn mat við höfum tilhneigingu til að borða í einu
 • Hvernig við bregðumst við seddutilfinningu
 • Hversu mikla ánægju við fáum við að borða ákveðnar tegundir af mat
 • Hversu mikla orku við þurfum til að halda líkamsstarfseminni gangandi
 • Hvernig og hvar umfram hitaeiningum er safnað sem fitu í líkamanum

Við vitum nú að þessi atriði geta haft minna með persónuleika okkar og lífsstíl að gera og meira með genin okkar að gera.

Umhverfið okkar hefur breyst, en genin okkar hafa ekki breyst.

En ef það er tilfellið hvers vegna voru þá sárafáir einstaklingar með offitu fyrir hundrað árum síðan? Eins og erfðafræðingurinn Francis Collins segir: „Erfðafræði hleður byssuna, en umhverfið tekur í gikkinn“.

Genin okkar hafa ekki breyst á síðustu hundrað árum. Í rauninni hafa þau almennt séð verið óbreytt síðastliðin 50.000 ár. Það er umhverfið okkar sem hefur breyst. Og rétt eins og sum okkar mynda ofnæmi í ákveðnu umhverfi, geta sum genin okkar sömuleiðis virkjast og breyst vegna áhrifa frá umhverfinu.

Við lifum nú í öðru umhverfi með öðruvísi streitu, mat og tækni. Þetta hefur áhrif á genin okkar á nýjan hátt. Offita er hluti af afleiðingunum.

Erfðir valda því að sumir einstaklingar eru í meiri hættu á að fá offitu í því umhverfi sem við búum við í dag.

Joseph Proietto, prófessor, fræðimaður og starfandi sérfræðingur í offitu útskýrir erfðafræðilega grunninn fyrir offitu með því að biðja okkur að sjá fyrir okkur tvo potta. Þeir eru af mismunandi stærð: annar potturinn tekur fimm lítra, en hinn potturinn tekur fimmtíu. Pottarnir standa úti í rigningunni alla nóttina og um morguninn eru báðir pottarnir fullir af vatni.

Graphic showing a small and a big vase with rain pouring down on them.

Það kemur ekki á óvart að stærri potturinn inniheldur meira vatn en minni potturinn. Joseph Proietto, prófessor, útskýrir að það sé vegna þess að stóri potturinn var skapaður til þess að taka meira vatn. „Með öðrum orðum, þú þarft bæði erfðafræðilega samsetningu þína (hvernig potturinn var gerður) og umhverfið (rigninguna) til þess að fá offitu, „ segir hann.

„Þú þarft bæði erfðafræðilega samsetningu þína og umhverfið til þess að fá offitu“

-Prófessor Joseph Proietto, University of Melbourne

Reiknaðu út þitt BMI

cm
ft
in
kg
st
lb

Líkamsþyngdarstuðull (BMI):

__

Líkamsþyngdarflokkur:

__

@
A link with your BMI result has been sent to the email address.
An error has occured. The email wasn't sent.

Finndu aðferð til þyngdarstjórnunar, sem hentar þér

Hvernig getum við svo notað þessar upplýsingar? Við getum þrátt fyrir allt ekki breytt genunum okkar. En einstaklingsbundinn erfðafræðilegur mismunur getur sett okkur í meiri eða minni hættu á offitu. Þannig að því meira sem við vitum um genin því meiri upplýsingar höfum við til að hjálpa okkur að taka vel upplýstar ákvarðanir um þyngdarstjórnun. Við getum t.d. reynt að lágmarka hversu mikið við erum útsett fyrir umhverfisþáttum sem auka hættuna á offitu.

Og vegna okkar einstaklingsbundnu erfðafræðilegu samsetningar bregðumst við ef til vill við mismunandi meðferð á mismunandi hátt. Það sem virkar fyrir einn einstakling virkar ef til vill ekki fyrir annan. Þess vegna þurfum við, hvert og eitt okkar, að nálgast þyngdarstjórnun á einstaklingsbundinn hátt.

Heimildir
 • Clark PJ. The heritability of certain anthropometric characters as ascertained from measurements of twins. Am J Hum Cenet 1956; 8:49-54.
 • Waalen J. The genetics of human obesity. Translational Research 2014; 164(4):293–301.
 • Guyenet S. The hungry brain. Outsmarting the instincts that make us overeat. New York: Flatiron 2017.
 • Farooqi IS. Genetics of Obesity. I: Thomas A Wadden & George A Bray (eds.). Handbook of Obesity Treatment. New York: Guilford Press 2018; 64-74.
 • Guyenet SJ & Schwartz MW. Regulation of Food Intake, Energy Balance, and Body Fat Mass: Implications for the Pathogenesis and Treatment of Obesity. The Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism 2012; 97:745–755.
 • Morris R. Stranger in a strange land: an optimal-environments account of evolutionary mismatch. Synthese 2018;1-26.
 • Qi L. & Cho YA. Gene-environment interaction and obesity; Nutr. Rev. 2008; 66(12):684–694.
 • Bell CG, Walley AJ & Proguel P. The genetics of human obesity. Nature Reviews - Genetics 2005; 6:221-234.
 • Proietto J. Body Weight Regulation. Essential Knowledge to lose weight and keep it off. Xlibris 2016.

Tengdar greinar

Stóra spurningin: Er offita sjúkdómur?
Offita | 6 Lágm. lestur

Stóra spurningin: Er offita sjúkdómur?

Hvers vegna er offita sjúkdómur en ekki bara skortur á viljastyrk eða spurning um lífsstíl? Hluti af svarinu er að offita er svo miklu meira en það sem þú sérð. Miklu meira.

BMI REIKNIVÉL: Reiknaðu líkamsþyngdarstuðulinn hér
Verkfæri | 5 Lágm. lestur

BMI REIKNIVÉL: Reiknaðu líkamsþyngdarstuðulinn hér

Líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index, BMI) er tala sem er reiknuð út frá hæð og þyngd. Þetta er ekki nákvæmur útreikningur á prósentuhlutfalli líkamsfitu, en þetta er þægileg leið til að ákveða hvar þyngdin þín liggur með tilliti til þess hvað telst heilbrigt.