Go to the page content
Svefn | 3 Lágm. lestur

Áhrif ónógs svefns á þyngd

Ef við fáum of lítinn svefn getur það breytt hormónajafnvægi okkar. Það getur valdið því að við borðum meiri mat og þyngjumst. Það þýðir að ef þú færð nægan svefn getur það hjálpað þér að standast freistandi matartegundir

Svefn hefur mikil áhrif á heilsu okkar og lífsgæði. Við þurfum á milli sjö og níu tíma svefn á hverri nóttu til að líkaminn og heilinn geti hvílst og endurnærst. Ef við fáum minna en það getur það haft áhrif á einbeitingargetu okkar og minnkað viðnám ónæmiskerfisins og við endum með að borða meiri mat – og oft óhollari mat – en við þurfum.

Woman wearing glasses and grey sweater sitting on the floor and yawning; bright stream sunlight coming through the window

Allt að 300 hitaeiningar

á dag er það sem einstaklingar neyta aukalega ef þeir sofa of lítið, þ.e.a.s. minna en sjö klukkustundir á hverri nóttu.

-St-Onge MP et al., Short sleep duration increases energy intakes but does not change energy expenditure in normal-weight individuals

Vísindaleg rannsókn hefur sýnt að fólk sem sefur of lítið – þ.e.a.s. minna en sjö klukkustundir á sólarhring – hefur tilhneigingu til að borða 300 hitaeiningum meira á dag en fólk sem fær nægan svefn. Það er vegna þess að það freistast til að borða mat sem inniheldur meira af mettaðri fitu, svo sem skyndibita, ost og unnar kjötvörur. Þegar til langs tíma er litið nægir þessi daglega aukning til að auka hættuna á offitu.

Áhrif ónógs svefns á matarlyst

Mismunurinn milli einstaklinga sem eru vel úthvíldir og einstaklinga með svefnskort getur m.a. komið fram í magni hormóna í blóðinu. Hormón verka sem boðberar og taka þátt í stjórnun líkamsstarfseminnar, þ.m.t. matarlystar. Vísindamenn hafa fundið út að einstaklingar sem fá minna en fimm tíma svefn á nóttu hafi aukið magn ghrelíns í blóði og minna magn af hormóninu leptíni.

Ghrelín er þekkt sem „svengdarhormónið“, en það eykur matarlystina með því að segja heilanum að nú sé kominn tími til að borða. Leptín fær okkur hins vegar til að hætta að borða með því að segja heilanum að við séum södd. Vegna breytinganna á magni þessara hormóna upplifum við meiri svengd og fáum meiri matarlyst. Það getur leitt til þyngdaraukningar.

Þessi sama breyting á hormónum getur átt sér stað ef truflun verður á „líkamsklukkunni“. Það getur gerst ef þú hefur ekki ákveðið svefnmunstur, ef þú vinnur á nóttunni, eða ef þú ert í birtu á nóttunni. Rannsóknir hafa sýnt að þessir þættir geta líka valdið því að fólk eigi í meiri hættu á að fá offitu.

Woman in the blue blouse in the white covers, lying on the bed and smiling

Einföld skref til betri svefns

Góðar svefnvenjur geta hjálpað okkur að velja það sem er okkur hollt og auka getu okkar til að standast freistandi mat. Nokkur einföld ráð eru að fara að sofa og fara á fætur á sama tíma og að fá að minnsta kosti sjö klukkustunda svefn á hverri nóttu. Ef þú vilt vita meira geturðu séð alla upptalninguna á ráðum í kaflanum um Stuðning og verkfæri.

Heimildir
  • Taheri S, Lin L, Austin D, Young T & Mignot E. Short sleep duration is associated with reduced Leptin, elevated ghrelin, and increased body mass index. Plos Med 2004; 1(3):62.
  • Spaeth AM & Dinges DF. Sleep and Obesity. I: Thomas A Wadden & George A Bray (eds.). Handbook of Obesity Treatment. New York: Guilford Press 2018; 123-136.
  • Youngstedt SD et al. Objective measures of sleep quality have not declined over the last 50 years. Sleep Medicine Reviews 2016; 28:69-85.
  • Ong J, Chirinos D & Yap B. Relationship Between Sleep Health and Your Weight: https://www.obesityaction.org/community/article-library/the-relationship-between-sleep-health-and-your-weight/ [tilgået maj 2019].
  • St-Onge MP et al. Short sleep duration increases energy intakes but does not change energy expenditure in normal-weight individuals. Am J Clin Nutr 2011; 94:410–416.
  • Harvard T.H. Chan School of Public Health. The Nutrition Source: https://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/what-should-you-eat/fats-and-cholesterol/types-of-fat/#ref12 , [tilgået juni 2019].
  • Markwald RR et al. Proc Natl Acad Sci USA 2013; 110:5695–700.

Tengdar greinar