
7 til 9
klukkustunda góður svefn á hverri nóttu er nauðsynlegur svo að líkaminn og heilinn geti hvílt sig og endurnærst.
Mikilvægi svefns verður ekki ofmetið. Við vitum öll hversu erfitt er að fara á fætur á morgnana eftir að hafa sofið of lítið undir hlýrri sænginni. Og hversu pirrandi það getur verið að fara í háttinn og liggja og horfa upp í loftið tímunum saman á meðan hugsanirnar hringsnúast í höfðinu.
Skortur á gæðasvefni hefur ekki bara áhrif á skapið, hann getur líka breytt hormónajafnvæginu í líkamanum. Hormónajafnvægið á stóran þátt í stjórnun bæði matarlystar og þyngdar. Það getur skipt miklu máli í sambandi við meðferð offitu að fá nægilega góðan svefn.
„Skortur á gæðasvefni hefur ekki bara áhrif á skapið, hann getur líka breytt hormónajafnvæginu í líkamanum.“
Hvort sem það er skortur á svefni, slitróttur svefn eða erfiðleikar við að festa svefn, eru margar ástæður fyrir því að fólk segir að það hafi áhyggjur af svefninum. Þess vegna höfum við sett saman lista af ráðum og aðferðum fyrir þig, til að hjálpa þér að fá þann svefn sem þú þarfnast, svo að þú getir vaknað úthvíld/-ur á morgnana.
Reyndu að:
Forðastu:
7 til 9
klukkustunda góður svefn á hverri nóttu er nauðsynlegur svo að líkaminn og heilinn geti hvílt sig og endurnærst.
Reyndu að:
Forðastu:
Reyndu að:
Forðastu