Go to the page content
Hormón | 5 Lágm. lestur

Hvernig hormón stýra matarlystinni okkar, matarvenjum og þyngd

Í blóðinu eru hormón sem eiga þátt í að stýra matarlystinni. Skilningur á því hvernig þau virka getur varpað ljósi á það hvaða hlutverki líffræðilegir þættir gegna í tengslum við þyngdarstjórnun. Það getur einnig útskýrt hvers vegna nauðsynlegt getur verið að grípa til aðgerða sem beinast gegn þessum undirliggjandi líffræðilegu ferlum til árangursríkrar meðferðar á offitu.

Við ákveðum ekki sjálf hvort við erum svöng eða södd eftir máltíð, er það nokkuð? Við fáum bara aðra hvora þessa tilfinningu eftir smá tíma og bregðumst við henni á viðkomandi hátt.

Við skiljum heldur ekki hvers vegna við veljum heldur súkkulaðistykki en grænt epli sem millibita síðla dags, þegar við höfðum verið mjög ákveðin um morguninn að halda okkur við holla valkosti.

Þannig að ef matarvenjur okkar og matarval eru ekki eingöngu undir okkar meðvituðu stjórn, og fara stundum algerlega gegn því sem við ætlum okkur, hvaða önnur öfl eru þá að verki? Hvernig verka þau? Og hvers vegna virðist það oft vera þannig að þau „eyðileggi“ áætlanir okkar?

Hormón hafa áhrif á það hvort við erum svöng eða södd

„Þörfin fyrir að finna eldsneyti til að framleiða orku er mikilvægur líffræðilegur drifkraftur hjá öllum lífverum: Við höfum öll þörf fyrir mat til að halda okkur á lífi. Það kemur því ekki á óvart að í líkamanum séu flókin kerfi sem taka þátt í að stýra fæðuinntökunni, sem stýrist af hormónum,“ útskýrir Joseph Proietto, prófessor í læknisfræði við University of Melbourne.

Það lítur út fyrir að hormón virki sem efnafræðileg boðefni milli líkamans og heilans, og að þau samræmi matarvenjur okkar og matarval.

Hormónin eru í blóðrásinni, en þau koma frá mismunandi vefjum líkamans sem eiga þátt í orkuneyslu og -geymslu, þar með talið eru þarmarnir (sem taka við matnum og melta hann), fituvefur (sem geymir orkuna sem fitu), og brisið (sem framleiðir hormón sem eiga þátt í orkugeymslu).

„Þörfin fyrir að finna eldsneyti til að framleiða orku er mikilvægur líffræðilegur drifkraftur hjá öllum lífverum: Við höfum öll þörf fyrir mat til að halda okkur á lífi. Það kemur því ekki á óvart að í líkamanum séu flókin kerfi sem taka þátt í að stýra fæðuinntökunni, sem stýrist af hormónum.“

-Professor Joseph Proietto, University of Melbourne

Sum hormón bera ábyrgð á að örva svengd (við skulum kalla þau „svengdarhormón“), en önnur bera ábyrgð á að láta okkur líða eins og við séum södd (við skulum kalla þau „sedduhormón“).

Hér fyrir neðan er einfölduð yfirlitsmynd yfir þau hormón sem taka þátt í að stjórna matarlystinni. Hún sýnir hvar mismunandi hormón eru losuð í líkamanum og hvernig þau hafa áhrif á matarlystina.

Þegar við erum södd minnkar maginn matarlystina með því að framleiða minna af svengdarhormóninu og sendir skilaboð til heilans um að við eigum að hætta að borða. Á sama tíma eykst magn sedduhormóna eftir máltíð, en þau ná hámarki eftir um það bil 30 til 60 mínútur.

Þetta breytilega samspil milli skilaboða svengdar- og sedduhormóna hjálpar heilanum við að stjórna matarvenjum okkar. Önnur hormón geta stýrt vali okkar á mat og örvað okkur til að borða, jafnvel þegar við upplifum ekki líkamlega svengd.

Hvernig þyngdartap hefur áhrif á hormónin okkar

Svo virðist vera að magn hormóna í blóðinu breytist líka þegar við léttumst. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að þyngdartap sem verður vegna breytinga á mataræði tengist hormónabreytingum sem örva þyngdaraukningu.

Eftir þyngdartap minnkar magn sedduhormóna og magn svengdarhormóna eykst. Þessar breytingar leiða til viðvarandi aukinnar svengdartilfinningar, minni tilfinningar um seddu og minni brennslu hitaeininga. Þessar breytingar geta staðið í allt að þrjú ár og eru líklega ástæðan fyrir því að 8 af hverjum 10 einstaklingum þyngjast aftur þegar til langs tíma er litið.

Þessar niðurstöður benda til þess að ef svengd er bæld niður eftir þyngdartap, getur það hjálpað fólki að viðhalda nýrri þyngd.

Eftir þyngdartap minnkar magn sedduhormóna og magn svengdarhormóna eykst. Þessar breytingar valda viðvarandi aukinni svengd, minnkaðri tilfinningu fyrir seddu og minnkaðri hitaeiningabrennslu.

-Hall KD & Kahan S., Maintenance of Lost Weight and Long-Term Management of Obesity

Hvernig hægt er að höndla hormónin

Það er mikilvægt að muna að við getum ekki stjórnað hormónunum okkar. Þegar við finnum fyrir svengd er mjög erfitt að fá sér ekki að borða – alveg sama hversu mikið við reynum að gera það ekki. En ef við vitum hvernig hormónin virka getur það hjálpað okkur að skilja hvers konar íhlutun og skipulagðar aðferðir geta verið nauðsynlegar til að ná góðri þyngdarstjórnun.

Reiknaðu út þitt BMI

cm
ft
in
kg
st
lb

Líkamsþyngdarstuðull (BMI):

__

Líkamsþyngdarflokkur:

__

@
A link with your BMI result has been sent to the email address.
An error has occured. The email wasn't sent.
Heimildir
  • Proietto J. Chemical messengers: how hormones make us feel hungry and full. The Conversation 2015: https://theconversation.com/chemical-messengers-how-hormones-make-us-feel-hungry-and-full-35545 [tilgået juli 2019].
  • Berthoud HR, Münzberg H, & Morrison CD. Blaming the Brain for Obesity: Integration of Hedonic and Homeostatic Mechanisms. Gastroenterology 2017; 152:1728–1738.
  • Hall KD & Kahan S. Maintenance of Lost Weight and Long-Term Management of Obesity. Med Clin N Am 2018; 102:183–197.
  • Purcell, K et al. The effect of rate of weight loss on long-term weight management: a randomized controlled trial. Lancet Diabetes Endocrinol 2014; 2:954-962.

Tengdar greinar

Viljastyrkur eða líffræði. Af hverju léttist ég ekki?
Líffræði | 4 Lágm. lestur

Viljastyrkur eða líffræði. Af hverju léttist ég ekki?

Til þess að léttast þarft þú að borða minna og hreyfa þig meira. En það er margt við val okkar á mat og hreyfingu sem stjórnast af flóknum líffræðilegum kerfum sem eru ekki undir okkar meðvituðu stjórn.

Stóra spurningin: Er offita sjúkdómur?
Offita | 6 Lágm. lestur

Stóra spurningin: Er offita sjúkdómur?

Hvers vegna er offita sjúkdómur en ekki bara skortur á viljastyrk eða spurning um lífsstíl? Hluti af svarinu er að offita er svo miklu meira en það sem þú sérð. Miklu meira.