Til þess að léttast þarft þú að borða minna og hreyfa þig meira. En
það eru margar hliðar á vali okkar á mat og hreyfingu sem stjórnast af
flóknum líffræðilegum kerfum sem eru ekki undir okkar meðvituðu stjórn.
Það er vísindalega viðurkennt að ef við viljum létta okkur og halda
þyngdinni niðri er viljastyrkurinn langt frá því að vera það eina sem
skiptir máli. Í rauninni skiptir hann miklu minna máli en áður var
talið í sambandi við þyngdarstjórnun.
Þyngdin stjórnast af mörgum þáttum og margir þessara þátta erum við
ekki meðvituð um. Þess vegna er blanda af meðferðum og aðferðum sem
taka til margra undirliggjandi þátta líklega árangursríkasta leiðin
til að meðhöndla offitu samkvæmt rannsóknarteymi frá Louisiana State University.
Sem betur fer þarftu ekki að gera þetta ein/-n. Mikilvægt fyrsta
skref er að ákveða að fara til læknis til að fá aðstoð við að semja
einstaklingsbundna meðferðaráætlun og byrja þar með að takast á við
áskorunina – og fá líffræðilega þætti hjá þér til að vinna fyrir þig.