Go to the page content
Samfélag | 5 Lágm. lestur

Ég er stuðningsmaður einstaklings með offitu

„Ég heiti Andreas og ég bý við offitu. Ég er ekki sjálfur með offitu, en foreldrar mínir voru með offitu og Melanie, sem ég er trúlofaður, er á þessum tímapunkti með þennan langvinna sjúkdóm.“ Þannig að þó að ég beri ekki sjálfur þá byrði sem fylgir offitu, þá hefur hún stöðugt áhrif á mig – hvern einasta dag.“ - Andreas Herdt

Að takast á við daglegar áskoranir

Við Melanie verðum fyrir áhrifum offitu nánast stöðugt alla daga. Einfaldir hlutir, eins og að kaupa stól eða borð, geta verið áskorun fyrir okkur. Við getum reynt að finna húsgögn sem eru byggð til að bera þá þyngd sem þarf, en það takmarkar valmöguleikana verulega (sérstaklega af því að við höfum lágmarkskröfur um fallega hönnun). Eða við kaupum þau sem okkur raunverulega líkar, og tökum þá áhættu að þau geti brotnað.

Það getur verið jafn erfitt að skipuleggja ferð í bæinn saman. Við byrjum á því að velja stað sem – til viðbótar við venjuleg skilyrði eins og gæði og andrúmsloft – býður líka upp á að hægt sé að sitja í stólum sem eru stórir, stöðugir og helst án arma. Það þarf líka að vera gott aðgengi að staðnum, án margra þrepa og nálægt bílastæðinu.

A man sitting with a microphone in his hand with other men sitting scattered around him.

„Það er meira að segja erfitt að fara til læknis. Við vitum aldrei hvort húsgögnin henta, eða hvort lækningatækin eru hönnuð til þess að hægt sé að nota þau fyrir einstakling sem er ekki af þeirri stærð og þyngd sem fellur innan „normsins“.“

-Andreas Herdt

Að upplifa skilning

Að ferðast á milli staða er líka vandamál. Melanie er með stöðu fatlaðra vegna takmarkaðrar hreyfigetu, en það er ekki nóg til þess að hafa aðgang að bílastæðum fyrir fatlaða. Almenningssamgöngur væru auðveldari leið fyrir mig en ekki fyrir Melanie. Á lestarstöðinni í heimabæ okkar eru hvorki lyftur né rúllustigar, og þau 40 þrep sem eru upp á lestarpallinn eru of stór hindrun fyrir hana. Það er enn meiri áskorun að fara í frí, sérstaklega ef fara þarf með flugi. Það þarf mjög mikla skipulagningu áður en lagt er af stað til að koma í veg fyrir að fríið verði algjör hörmung.

Það er meira að segja ótrúlega erfitt að fara til læknis. Við vitum aldrei hvort húsgögnin á biðstofunni eða í skoðunarherberginu henta, eða hvort lækningatækin eru hönnuð til þess að hægt sé að nota þau fyrir einstakling sem er ekki af þeirri stærð og þyngd sem fellur innan „normsins“. Blóðþrýstingsmanséttur eru hugsanlega ekki nógu víðar, tannlæknastólar, tölvusneiðmyndatæki (CT) og segulómtæki (MRI) bera yfirleitt takmarkaða þyngd. Þannig að við þurfum að fá alla þessa hluti á hreint hjá læknastofunni, áður en við förum á staðinn – annars eigum við á hættu að vera send heim án þess að nokkrar rannsóknir hafi verið gerðar.

Að gerast stuðningsaðili

Í upphafi sambands okkar Melanie áttaði ég mig ekki á öllum þessum hindrunum. Ég ofmat líkamlega getu Melanie og ætlaðist til of mikils af henni. Það varð til þess að við enduðum stundum í aðstæðum sem hvorugt okkar kærði sig um.

Síðan þá hef ég áttað mig á því til hvers ég get ætlast af henni og ég reyni að taka tillit til þeirra takmarkana sem hún hefur, í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Núna hefur Melanie meira sjálfsöryggi og er tilbúin að prófa að gera ýmislegt sem hún hefur ekki gert lengi, svo sem að samþykkja að við fljúgum saman á venjulegu farrými.

The hands of a woman being held by the hands of a man.

„Það getur verið erfitt að finna einhvern, sem ekki er með þennan sjúkdóm sem er ekki ‚meðvirkur‘ á einhvern hátt, eins og ég er.“

-Andreas Herdt

Að takast á við áskoranirnar

Það er sem sagt svona sem ég bý við offitu – og ég er samt sá sem ber léttari byrðina af okkur tveimur. Á sama tíma ber fjórðungur manna þá þungu byrði sem það er að lifa með þennan flókna, langvinna sjúkdóm og sá fjöldi eykst óhugnanlega hratt.

Ef maður telur með alla þá sem eiga vin, aðstandanda eða vinnufélaga, sem er með offitu getur verið erfitt að finna nokkurn sem ekki verður fyrir áhrifum af þessum sjúkdómi... sem ekki er ‚meðvirkur‘ á einhvern hátt, eins og ég er. Hvers vegna ættum við því að samþykkja að samfélagið mæti ekki þessum áskorunum?

Þessi litla saga er ætluð öllum ykkar sem eruð í svipaðri aðstöðu, eða sem þekkið einhvern með offitu. Ekki þegja um hlutina. Ekki samþykkja bara hlutina eins og þeir eru. Reynið að breyta heiminum og gera hann að betri stað, eitt skref í einu, eitt okkar í einu.

Tengdar greinar

Þannig varð ég málsvari breytinga
Líf með offitu | 6 Lágm. lestur

Þannig varð ég málsvari breytinga

„Ég hélt að það að vera málsvari sjúklinga væri bara fyrir fólk sem ekki gæti talað máli sínu sjálft... Nú veit ég að það að vera málsvari, er miklu meira en það.“