
Del Share ThisVið þurfum að breyta viðhorfum og auka forvarnir og meðferð fyrir fólk með offitu – í öllum greinum.
Per Nielsen, formaður Landssamtaka fólks með ofþyngd
Í sögulegu samhengi hefur einstaklingum með offitu alltaf verið lýst sem ákveðnum hópi með ákveðinn persónuleika. Áður fyrr var litið á offitu sem merki um velmegun, virðuleika eða lífsgleði. Nú til dags hefur viðhorfið færst í þá átt að fólk með offitu hafi ekki stjórn á hlutunum og taki áhættu með tilliti til eigin heilsu.
Við þekkjum þetta vandamál. Viðhorfið að það sé á þeirra eigin ábyrgð og að þeir stýri því sjálfir hversu þungir þeir eru, er ekki óþekkt. Við verðum oft vör við þetta viðhorf. Einnig hefur verið sýnt fram á þetta viðhorf í rannsóknum þar sem allt að 80% dönsku þjóðarinnar telur að ofþyngd sé á ábyrgð einstaklingsins.
Segja má að einstaklingar með ofþyngd séu útsettur hópur. Setningar eins og „Bara ef maður vill það nógu mikið...“, „Hvar er viljastyrkurinn...“. „Borðaðu bara minna...“ eru vel þekktar setningar. Vísindin hafa enn ekki sýnt fram á tengsl offitu við ákveðna tegund persónuleika, og því getum við ekki sagt að þeir sem eru með offitu séu með ákveðin persónuleikaeinkenni. Ólíkt öðrum hópum sem eru með sjúkdóma eða eiga við misnotkun að stríða, er ómögulegt fyrir einstaklinga með offitu að fela sína ofþyngd og þeir hafa því þannig séð aldrei möguleika á því að litið sé á þá öðruvísi en sem einstaklinga með offitu, með öllum þeim fordómum, augnagotum og athugasemdum sem því fylgja.
Þegar einstaklingar sem eru með offitu leita til læknis til að fá hjálp til að létta sig, hefur læknirinn því miður ekki úr mörgum möguleikum að velja. Það eru því miður ákveðnar hindranir í meðferðinni, skilningurinn ásamt almennu viðhorfi í tengslum við offitu, allt eftir því hvort maður er sjúklingur eða meðferðaraðili.
Rannsókn frá 2019 sýnir að það er gjá á milli sjúklinga og meðferðaraðila þegar horft er til skilningsins á því hver ber ábyrgð á þyngdartapi. Af aðspurðum heilbrigðisstarfsmönnum voru 71% sem telja að það sé verkefni sjúklingsins að léttast. Hins vegar getum við fullyrt að 81% af öllum sjúklingum hafa gert tilraunir til að létta sig. Við höfum enn ekki orðið vör við það að þessi hópur hafi ekki viljað gera eitthvað með þyngd sína. Þess vegna er það óheppilegt að þegar þeir leita eftir hjálp, mæti þeir þessu viðhorfi.
Í hvaða öðrum langvinnum sjúkdómum ætlar maður sjúklingnum að taka ábyrgð á því að breyta ástandinu?
Sýnt hefur verið fram á að þegar fólk léttist um u.þ.b. 10% líkamsþyngdar minnkar orkunotkun um u.þ.b.15% meira en búist var við. Á sama tíma verður breyting á hormónunum sem stjórna matarlyst sem hefur áhrif á matarlyst viðkomandi. Þess vegna þarf að borða meira til að finna fyrir seddu, en fyrir þyngdartapið, og þar með verður erfitt að léttast meira – og sérstaklega að viðhalda þyngdartapinu til langs tíma.
Orsökina fyrir offitu má finna í mjög flóknu kerfi þar sem margir þættir hafa áhrif á orkujafnvægið. Þekktastir þeirra eru offituvaldandi efni (obesogenes), erfðafræðilegir, atferlisfræðilegir, sálfræðilegir og félagslegir þættir. Þess vegna er það viðhorf, að orsökin sé of lítil hreyfing og of mikið af hitaeiningaríkum mat, ofureinföldun.
Del Share ThisVið þurfum að breyta viðhorfum og auka forvarnir og meðferð fyrir fólk með offitu – í öllum greinum.
Margir meðferðaraðilar, sem daglega veita sjúklingum með offitu ráðgjöf, þekkja því miður ekki til þessara þátta. Þegar sjúklingurinn mætir þessu viðhorfi geta afleiðingarnar orðið minni sjálfsvirðing, sektarkennd, skömm og sjálfsásakanir, sem hjá sumum getur þróast yfir í átröskun.
Þess vegna þurfum við að breyta viðhorfum og auka forvarnir og meðferð fyrir fólk með offitu – í öllum greinum. Og það sem ræður úrslitum er hvort við verðum betri í að skilja hvert annað og tala við hvert annað, ef við ætlum að fá sjúklinga til að leita til heilbrigðiskerfisins eftir hjálp. Sérstaklega á byrjunarstigi ofþyngdarinnar.
Gott væri að byrja á að forgangsraða skyldunámsefni fyrir ýmsar heilbrigðisstéttir. Það þarf einfaldlega að kenna og fræða um offitu og orsakir hennar ásamt meðferðarmöguleikum.
Nákvæmlega þessa setningu eiga allir í öllum greinum að hafa tileinkað sér sem hluta af sínum orðaforða. Við stöndum frammi fyrir mjög mikilvægri áskorun. Auk þess að valda einstaklingum alvarlegum afleiðingum, kostar offita samfélagið mikla fjármuni. Nauðsynlegt er að við látum frá okkur það útbreidda og úrelta viðhorf að meðferð vandamála í tengslum við þyngd, þyngdaraukningu og þyngdartap sé eingöngu smækkuð niður í sambandið á milli orkuinntöku og orkunotkunar.
Við eigum að fá sjúklingana markvisst meira inn í umræðuna og hlusta á sögu þeirra, þeir eru þrátt fyrir allt sérfræðingarnir í sínu eigin lífi og mögulegum áskorunum. Nákvæmlega sú vinna að fá fram sjónarhorn sjúklinganna teljum við að geti leitt til betri meðferðar og dregið úr fordómum gagnvart þeim sem eru með offitu, til langs tíma – og þess vegna höldum við baráttunni áfram.