Go to the page content
Offita | 5 Lágm. lestur

Ofþyngd er erfið, og það er engin skyndilausn

Eftir Tinu Vilsbøll, prófessor við háskólann í Kaupmannahöfn og yfirlækni á Steno Diabetes Center Copenhagen 

Ofþyngd er ekki eitthvað sem skapast á einni viku eða mánuði. Hún þróast yfirleitt á mörgum árum. Við sem meðferðaraðilar eigum að þora að sá fræjum og opna á samtal við okkar sjúklinga, jafnframt því að vera til staðar til stuðnings og til hvatningar þegar erfiðlega gengur. Það er líka sjaldgæft að einstaklingar með offitu leiti til læknis með ofþyngd sem ástæðu komunnar. Oft koma sjúklingar sem eru of þungir vegna þess að þeir hafa verk í hné, háan blóðþrýsting, kæfisvefn, eru daprir eða útaf einhverju allt öðru.

Ofþyngd er ennþá mjög mikið tabú og fólk upplifir mikla fordóma í tengslum við ofþyngd. Áskorunin er því sú, að margir sjúklingar telja nánast ómögulegt að breyta þessu og því sé alveg eins gott að láta vera að tala um það – og það er þess vegna sem við sem meðferðaraðilar eigum að vera opin fyrir því að hefja samtalið þegar tækifæri gefst og rétta fram hjálparhönd með það fyrir augum að veita stuðning.

Tengdar greinar

Ofþyngd og fylgisjúkdómar
Offita | 5 Lágm. lestur

Ofþyngd og fylgisjúkdómar

Líkaminn er flókinn og þyngdartap og viðhald þyngdartaps er umfangsmikið verkefni. Sten Madsbad, prófessor og yfirlæknir, segir hér frá því hvers vegna líkaminn er svona flókinn og hvaða þýðingu þyngdartap hefur þegar kemur að fylgisjúkdómum.