Go to the page content

Að skilja samspil offitu og hjartans

understanding-the-relationship-between-obesity-and-the-heart

Á 40 sekúndna fresti fær einhver hjartaáfall eða heilablóðfall. Þessi tilvik, sem venjulega eru nefnd hjarta- og æðakvillar, eru ein helsta dánarorsökin í samfélaginu í dag. Góðu fréttirnar eru þær að hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum fimm dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og er þyngd mikilvægur þáttur í góðri hjartaheilsu.

Eru tengsl á milli offitu og hjarta- og æðakvilla?

Meira en 80% þeirra sem fá hjartaáfall eða heilablóðfall eru í yfirþyngd eða með offitu. Mikill og vanvirkur fituvefur í líkamanum getur valdið bólgum í æðum sem liggja að hjartanu og það getur leitt til hjartaáfalls. Stífar slagæðar geta einnig aukið hættuna á blóðtöppum sem geta farið upp í heila og valdið heilablóðfalli. Þetta ferli er þekkt sem æðakölkun.

plaque-build-up Við æðakölkun myndast smám saman fituvefur (fituútfelling) innan á slagæðina. Að lokum getur fituútfellingin rofnað og komið af stað blóðtappa.

Þættir sem auka áhættu einstaklings á æðakölkun, eins og hækkaður blóðsykur, blóðþrýstingur og kólesteról, geta einnig tengst offitu.

Því miður munu 50% þeirra sem hafa fengið hjartaáfall eða heilablóðfall fá annað seinna á lífsleiðinni sem veldur því að þessir einstaklingar þurfa að lifa við ótta, verki eða skerta líkamlega getu og í alvarlegustu tilvikunum leiðir þetta til dauðsfalls.

Sem betur fer er hægt að draga úr hættunni á dauðsfalli af völdum hjarta- og æðakvilla með tilkomu betri greiningaraðferða og meðhöndlun áhættuþátta snemma. Í dag er í raun hægt að koma í veg fyrir 80% þeirra dauðsfalla sem verða af völdum hjartaáfalls eða heilablóðfalls en flest dauðsföll sem hægt er að koma í veg fyrir eru af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, sem eiga oft rætur sínar að rekja til yfirþyngdar eða til offitu.

Hversu stórt hlutverk spilar þyngdartap í því að minnka hættuna á hjartaáfalli og heilablóðfalli?

Rannsóknir sýna að þeir sem missa 10% eða meira af líkamsþyngd sinni minnka hættuna á því að fá hjartaáfall eða heilablóðfall, sem ekki leiðir til dauðsfalls, um allt að 24%. Það er vegna þess að þyngdartap hefur góð áhrif á blóðþrýsting og lækkar blóðfitu sem síðan kemur í veg fyrir æðakölkun og myndun blóðtappa.

Jafnvel getur það að missa 5% líkamsþyngdar haft í för með sér ávinning fyrir hjartað. Vissir þú að það að missa 5% líkamsþyngdar (yfirleitt u.þ.b. 3-5 kg hjá þeim sem eru með líkamsþyngdarstuðul (BMI) 30) getur gert það að verkum að þú sefur lengur og gæði svefnsins verða betri? Það er margs konar annar ávinningur tengdur heilsu sem fylgir því að missa 5 - 15% líkamsþyngdar – fáðu frekari upplýsingar með því að lesa fleiri greinar á þessari síðu.

how-does-losing-weight.jpg

Hvernig bætir þyngdartap heilsuna?

Það að missa 13% líkamsþyngdar getur dregið úr hættunni á að fá ákveðna fylgikvilla offitu.

Fyrir flesta sem lifa með offitu reynist erfitt að missa 10% líkamsþyngdar án aðstoðar. Þar sem ekki er til nein ein meðferðaráætlun sem hentar öllum, er fyrsta skrefið fyrir alla sem ætla að létta sig að ráðfæra sig við lækni.

Læknirinn ræðir við þig um ýmsar leiðir sem hægt er að fara til að ná tökum á þyngdinni. Til að byrja með skoðar læknirinn hvernig mataræði þú ert á og hvernig líkamsþjálfun er háttað, þó svo að eins og flestir sem lifa með offitu, þá líður þér hugsanlega eins og þú hafir verið í megrun alla ævi! Læknirinn skoðar hugsanlega aðra möguleika varðandi meðferð. Þetta geta verið:

  • Atferlismeðferð: Meðferð hjá sálfræðingi þar sem hægt er að koma auga á mynstur, hugsanir og tilfinningar sem geta stuðlað að því að þú þyngist og komið í veg fyrir þyngdartap.
  • Lyf sem stuðla að þyngdartapi: Lyf sem læknirinn ávísar sem hefur áhrif á líffræðileg ferli í líkamanum og í heilanum.
  • Efnaskiptaaðgerð: Breytingar gerðar á meltingarveginum með skurðaðgerð til að draga úr matarlyst og ná fram breytingum á efnaskiptum.

Það er mikilvægt að hafa í huga þegar vegferð til þyngdartaps er hafin að þú ert ekki ein/einn. Á heimsvísu lifa 764 milljónir fullorðinna með offitu og fyrir árið 2030 er áætlað að þessi tala fari yfir einn milljarð. Ef þú vilt fá upplýsingar um mismunandi aðferðir til þyngdarstjórnunar skaltu hafa samband við lækninn eða leita ráða hjá heilbrigðisstarfsmanni.

Heimildir:
  1. Centers for Disease Control and Prevention (CDC). Stroke Facts. 2022. Available at: https://www.cdc.gov/stroke/facts.html. Last accessed September 2022
  2. Centers for Disease Control and Prevention (CDC). Heart Disease Facts. 2022. Available at: https://www.cdc.gov/heartdisease/facts.html. Last accessed September 2022.
  3. World Health Organization (WHO). Cardiovascular diseases (CVDs) factsheet. 2022. Available at: https://www.who.int/news-room/fact-sheets/detail/cardiovascular-diseases-(cvds). Last accessed September 2022.
  4. Arnett D, Blumenthal R, Albert M et al. 2019 ACC/AHA Guideline on the Primary Prevention of Cardiovascular Disease: A Report of the American College of Cardiology/American Heart Association Task Force on Clinical Practice Guidelines. Circulation. 2019; 140:e596–e646.
  5. Centers for Disease Control and Prevention (CDC). Transcript for VitalSigns Teleconference: Preventing 1 Million Heart Attacks and Strokes. 2018. Available at: https://www.cdc.gov/media/releases/2018/t0906-vital-signs-preventing-heart-attacks-strokes.html#:~:text=About%2080%20percent%20of%20deaths,management%20of%20common%20medical%20conditions. Last accessed September 2022
  6. De Bacquer D, Jennings C, Mirrakhimov, E  et al. Potential for optimizing management of obesity in the secondary prevention of coronary heart disease. Eur Heart J Qual Care Clin Outcomes. 2022;8:568-576.
  7. Lopez-Jimenez F, Almahmeed W, Bays H. et al, 2022. Obesity and cardiovascular disease: mechanistic insights and management strategies. A joint position paper by the World Heart Federation and World Obesity Federation. European Journal of Preventive Cardiology,.Atherosclerosis: Causes, Symptoms, Risks and Tests. Available at: https://my.clevelandclinic.org/health/diseases/16753-atherosclerosis-arterial-disease. Last accessed: September 2022
  8. American Heart Association. Atherosclerosis. 2020. Available at: https://www.heart.org/en/health-topics/cholesterol/about-cholesterol/atherosclerosis . Last accessed September 2022
  9. Lindh M, Banefelt J, Fox K, et al. Cardiovascular event rates in a high atherosclerotic cardiovascular disease risk population: estimates from Swedish population-based register data. Eur Heart J Qual Care Clin Outcomes. 2019;1;5(3):225–232
  10. Joseph J, Deedwania P, Acharya T, et al. Comprehensive Management of Cardiovascular Risk Factors for Adults With Type 2 Diabetes: A Scientific Statement From the American Heart Association. Circulation. 2022;145:e722–e759
  11. Eurostat. Preventable and treatable mortality statistics. 2022. Available at: https://ec.europa.eu/eurostat/statistics-explained/index.php?title=Preventable_and_treatable_mortality_statistics#Leading_causes_of_avoidable_deaths. Last accessed September 2022
  12. Look AHEAD Research Group. Association of the magnitude of weight loss and changes in physical fitness with long-term cardiovascular disease outcomes in overweight or obese people with type 2 diabetes: a post-hoc analysis of the Look AHEAD randomised clinical trial. Lancet Diabetes Endocrinol. 2016;4(11):913–921.
  13. World Obesity. World Obesity Atlas 2022. Available at: https://www.worldobesity.org/resources/resource-library/world-obesity-atlas-2022. Last accessed: September 2022
  14. Atherosclerosis: Causes, Symptoms, Risks and Tests. Available at: https://my.clevelandclinic.org/health/diseases/16753-atherosclerosis-arterial-disease. Last accessed: September 2022

IS/HQ22OB00204

Tengdar greinar

Ofþyngd er erfið, og það er engin skyndilausn
Offita | 5 Lágm. lestur

Ofþyngd er erfið, og það er engin skyndilausn

Tina Vilsbøll er prófessor og yfirlæknir og hún telur að meðferðaraðilar ættu að vera miklu færari í því að grípa tækifæri til umræðna þegar þeir taka á móti sjúklingi með offitu. Einnig dreymir hana um að meðferð einstaklinga með offitu verði allt önnur í framtíðinni.

Hvernig hormón stýra matarlystinni okkar, matarvenjum og þyngd
Hormón | 5 Lágm. lestur

Hvernig hormón stýra matarlystinni okkar, matarvenjum og þyngd

Í blóðinu eru boðefni sem eiga þátt í að stýra matarlystinni. Skilningur á því hvernig þau virka getur varpað ljósi á það hvaða hlutverk líffræðilegir þættir hafa í tengslum við þyngdarstjórnun.