Thilde: „Þegar ég fór að tala opinskátt um þyngdina mína, fór mér að líða betur“
Vendipunkturinn verður þegar ég fer að opna mig og þori að tala um hvað ég eigi erfitt og að ég þurfi hjálp – og þá fyrst kemst ég út úr vítahringnum.
Afhverju eigum við að læra meira um ofþyngd?
Meira en einn af hverjum fjórum Íslendingum eru með
líkamsþyngdarstuðul (BMI) yfir 30 og eru því skilgreindir með
offitu1,2. Enginn velur að lifa með offitu, og hvað þá að
þurfa að kljást við alla þá fylgikvilla sem henni fylgja. Breytum
hugarfarinu og lærum meira um ofþyngd. Hér getur þú lesið meira.
“Ég hef lifað með offitu nánast allt mitt líf og ég finn fyrir
miklum fordómum. Það að ætla að skamma manneskju í offitu til
hlýðni með fordómum er skaðlegt og við verðum að vinna að þessu innan
kerfis öll saman. Að á okkur sem lifum með offitunni sé hlustað og það
sé borin virðing fyrir okkur. Það er mikilvægt að bera virðingu fyrir
sjálfum sér og öðrum, sama hversu mörg kíló við höfum utan á okkur.
Við verðum að geta lifað með offitunni án þess að lifa við skömm. Við
megum taka pláss sama í hvaða stærð við erum. Og kílóin utan á okkur
segja ekkert um okkur sem manneskjur.” Þú getur lesið sögu Sólveigar
Sigurðardóttur hér,
forseti ECPO.
Offita og ofþyngd snúast ekki bara um viljastyrk. Orsakir offitu eru
flóknar og margþættar. Streita, erfðir, umhverfi og áföll eru dæmi um
áhrifaþætti sem vega þungt. Þú getur lesið hvað yfirlæknirinn og
prófessorinn Tina Vilsbøll hefur að segja um ofþyngd hér.
”Fordómar eru meiðandi. Ég hef fundið fyrir fordómum þegar ég
versla í matinn á þann hátt að fólk sé að fylgjast með hvað ég læt í
körfuna og hristir hausinn. Ég passa ekki í fatastærðir þegar ég er að
máta föt, þannig að ég fer yfirleitt ekki inn í fataverslanir. Ég hef
einnig upplifað fordóma þegar ég fer út að borða. Almenningur þarf að
gera sér grein fyrir því að fordómar geta haft mjög neikvæð áhrif á
einstaklinga og að fordómar eru meiðandi.“ - Sólveig
Sigurðardóttir
Að léttast snýst ekki bara um viljastyrk. Mikilvægt er að afla sér þekkingar og læra meira um ofþyngd. Sjáðu myndbandið hér að neðan:
Í nýrri könnun svaraði helmingur aðspurðra Íslendinga að offita
væri ekki á ábyrgð einstaklingsins (50%), og það að léttast snúist
ekki bara um viljastyrk (43%). Margir telja einnig að það sé skylda
heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisstarfsfólks að koma einstaklingum
sem lifa með offitu til aðstoðar vegna síns sjúkdóms 3.
Mikilvægt er að allir afli sér þekkingar og læri meira um ofþyngd.
Aðeins þannig getum við sem samfélag stutt við þá sem lifa með offitu.
Í þessari könnun getur þú lesið þér til um hvernig viðhorf Íslendinga er til einstaklinga sem lifa með offitu. Könnunin var framkvæmd í febrúar 2023 fyrir Novo Nordisk og var lögð fyrir 250 Íslendinga. Lesa meira
The site you are entering is not the property of, nor managed by, Novo Nordisk. Novo Nordisk assumes no responsibility for the content of sites not managed by Novo Nordisk. Furthermore, Novo Nordisk is not responsible for, nor does it have control over, the privacy policies of these sites.