- https://www.velvirk.is/is/jafnvaegi-i-lifinu/vellidan#almennt-um-svefn
- https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/svefn-og-hvild/viltu-baeta-svefninn/
- https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item25796/radleggingar-um-mataraedi-2015.pdf
- https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/voxtur-barna/hvad-stjornar-vextinum/
- https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/heilsuskoli-barnaspitalans/
- https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item25140/Offita%20barna%20og%20unglinga.pdf
- https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11179/NM30399_hreyfiradleggingar_baeklingur_lores_net.pdf
- https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item14684/Sefur-thu-nog-
- https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item14759/Gedheilbrigdi-ungra-barna
- https://www.euro.who.int/en/health-topics/noncommunicable-diseases/mental-health/news/news/2017/10/world-obesity-day-understanding-the-social-consequences-of-obesity
- https://www.euro.who.int/__data/assets/pdf_file/0017/351026/WeightBias.pdf
- https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item12220/Handbok-um-hreyfingu_net_allt.pdf
- https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item37136/Skj%C3%A1vi%C3%B0mi%C3%B0%200-5%C3%A1ra.pdf
- https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item37137/Skj%C3%A1vi%C3%B0mi%C3%B0%206-12%C3%A1ra.pdf
- https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item37138/Skj%C3%A1vi%C3%B0mi%C3%B0%2013-18%C3%A1ra.pdf
- https://www.skjatimi.is/efni/skjatimi
- https://skemman.is/bitstream/1946/1685/1/lokaverkefni.pdf
Hvernig get ég hjálpað barninu mínu?
Guðlaug er hjúkrunarfræðingur að mennt og með reynslu í að sinna börnum sem glíma við ofþyngd/offitu.
Hvernig get ég hjálpað barninu mínu?
Þegar kemur að heilsu barna eru foreldrar í einstakri stöðu til að hafa áhrif. Það er margt sem hægt er að gera til að aðstoða börn við að mynda heilsusamlegar venjur sem endast. Það er mikilvægt að bæta þekkingu barnsins á næringu, hreyfingu, svefni og andlegri líðan. Að taka skrefin í átt að heilsusamlegum lífsstíl allrar fjölskyldunnar er frábær byrjun.
Hvernig mælum við offitu barna?
Þetta er flókin spurning sem getur verið erfitt að svara. Vöxtur barna stjórnast af mörgum þáttum. Þar má nefna erfðir, næringu, hormón, heilsufar og aðbúnað. Börn eru jafn mismunandi eins og þau eru mörg og vaxa á mismunandi hraða. Stundum er sagt að börnin vaxi út og upp, þ.e.a.s. þau þyngjast og svo tognar úr þeim á víxl. Þegar fylgst er með vexti og vaxtarhraða barna á Íslandi í dag eru notuð sænsk vaxtarlínurit, annars vegar fyrir stráka og hins vegar fyrir stelpur. Á línuritinu er feitletruð lína sem sýnir hvar meðaltal hæðar og þyngdar liggur. Hún segir ekkert til um hvað er eðlilegt og hvað ekki. Barn sem er einni línu fyrir ofan meðaltalið í hæð ætti að vera einni línu fyrir ofan meðaltalið í þyngd. Börn fylgja sinni línu á ritinu og hækka og þyngjast eftir henni, ef allt er eðlilegt. Hinsvegar ef barn þyngist meira en það hækkar, eða ef barn þyngist skyndilega, þá er vert að fylgjast með. Þetta getur komið fram í venjubundnum mælingum skólahjúkrunarfræðinga en auðvitað eru foreldrar í bestu stöðunni til að fylgjast með vexti barna sinna.
Hvers vegna fylgjumst við með?
Offita getur orsakað alls kyns vandamál í daglegu lífi barna: þau geta fengið liðverki, átt erfiðara með að leika með vinum sínum og þol barnanna getur verið takmarkað. Til lengri tíma geta börn þróað með sér fylgisjúkdóma eins og sykursýki 2, of háan blóðþrýsting og jafnvel fitulifur. Fyrir utan líkamlega kvilla getur börnum verið strítt, þau geta lent í einelti, upplifað þunglyndi og lágt sjálfsálit samhliða því að upplifa neikvæða líkamsímynd. Þetta er því miður fylgifiskur sjúkdómsins og við eigum enn langt í land sem samfélag þegar kemur að fordómum gagnvart einstaklingum með offitu.
Það er mikil fylgni á milli þess að vera með offitu á unglingsárum og að vera með offitu á fullorðinsárum. Offita getur aukið líkurnar á ýmsum hjartasjúkdómum og krabbameinum á fullorðinsárum, í stuttu máli getur offita haft áhrif á lífsgæði og stytt lífaldur.
Hvernig getum við gert lífshætti fjölskyldunnar heilsusamlegri?
Foreldrar eru fyrirmyndir barnanna sinna. Með því að bera fram hollan mat, drekka nóg vatn og bjóða upp á hreyfingu í stað kyrrsetu er ýtt undir bættar venjur sem endast. Almennt læra börn það sem fyrir þeim er haft og spegla þannig hegðun foreldra sinna.
Að ræða heilsu og hvað er heilsusamlegt getur verið fræðandi og opnað á spurningar barnsins um heilsusamlegan lífsstíl. Þetta getur bætt skilning barnsins á heilsu. Þetta er t.d. hægt með því að ræða mikilvægi fjölbreyttrar fæðu við barnið og útskýra hvað styrkur og þol eru mikilvægir eiginleikar þegar kemur að heilsusamlegum lífsstíl.
Börn þurfa að hreyfa sig að minnsta kosti í klukkustund á dag og skjátími ætti ekki að vera meiri en ráðlögð viðmið fyrir hvern aldurshóp. Með því að virkja alla fjölskyldumeðlimi er auðveldara að byggja upp heilsusamlegar venjur til frambúðar.
Næring
Hollar og góðar matarvenjur eru grunnur að heilsu. Fjölbreyttur matur sem inniheldur öll næringarefnin, kolvetni, prótein og fitu, stuðlar að því að við fáum það sem líkaminn þarf á að halda. Fræðsla barna um næringu getur farið fram á mismunandi hátt og mikilvægt er að haga henni eftir aldri. Mikilvægt er að börn læri að elda, viti hvernig innkaup fara fram og að hverju er mikilvægt að huga þegar kemur að eldhússtörfunum. Að leyfa börnum að taka þátt í skipulagningu og pælingum um mat getur ýtt undir meiri vitneskju um heilsu og næringu.
Gott getur verið að skoða skammtastærðir og reglu á matmálstímum til að hafa jafnvægi á orku sem við fáum með mat og drykk og orku sem við notum við hreyfingu. Það er mikilvægt að skoða næringarinnihald í matnum sem við neytum og reyna að velja vörur með sem fæstum innihaldsefnum.
Nokkrir punktar til að bæta næringuna
Borða matinn frekar en að drekka hann
Drekka vatn umfram aðra
drykki
Borða við matarborðið
Bjóða upp á grænmeti í öllum
máltíðum
Bjóða upp á hollan mat
Fá sér minna á diskinn og
fá sér frekar aftur
Setja ekki skilyrði um að klára af
disknum
Velja fjölbreytta fæðu
Leyfa barni að fara með í
matvöruverslunina
Fela barninu að skipuleggja eina máltíð frá
grunni á viku eða mánuði ef það hentar
Útbúa matseðil fyrir
vikuna og leyfa börnunum að taka þátt
Elda eina máltíð á viku
saman
Ekki verðlauna með mat eða nammi
Hreyfing
Dagleg hreyfing er nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og andlega vellíðan. Með hreyfingu þjálfast hreyfifærni og líkamshreysti. Þar að auki eykst félagsleg færni og sjálfstraust eflist. Þegar allir fjölskyldumeðlimir taka þátt og velja hreyfingu sem barninu þykir skemmtileg getur það ýtt undir að barnið sæki í hreyfinguna. Að prófa nýjar íþróttir og finna út hvað barni þykir skemmtilegt er mikilvægur partur af þessu ferli. Mörg íþróttafélög bjóða upp á fría prufutíma auk þess sem sumarnámskeið eru oft stutt og geta hjálpað barninu að finna sína íþrótt, án mikillar skuldbindingar. Börn á grunnskólaaldri ættu að hreyfa sig í að minnsta kosti 60 mínútur á dag. Heildartíma hreyfingar er hægt að deila í nokkur 5-10 mínútna skipti ef þol barnanna er takmarkað eða ef barnið er óvant mikilli hreyfingu. Til að hefja hreyfingu getur verið gott að byrja smátt og vinna sig upp í klukkutímann. Það er mikilvægt að hrósa og verðlauna með ást, umhyggju og stuðningi.
Nokkrir punktar til að auka hreyfingu
Velja hreyfingu sem barninu þykir skemmtileg
Prufa nýjar
íþróttir
Minnka skjátíma
Minnka kyrrsetu
Skipuleggja
útiveru, leiðangra eða dagsferðir fyrir alla fjölskylduna
Hreyfa
sig með barninu
Ef börn hafa keppnisskap getur verið gagnlegt að
virkja það
Nýta litlu tækifærin, taka stigann, fara í kapp út að
bílnum eða jafnvel keppast um hver er fyrstur að taka til í herberginu sínu.
Svefninn
Of stuttur svefn getur valdið þreytu og vanlíðan yfir daginn. Að fara að sofa og vakna á sama tíma alla daga ýtir undir bættan svefn. Ef sofið er vel á virkum dögum þarf nefnilega ekki að sofa lengur um helgar. Í svefni endurnýjast frumur, eiturefni eru fjarlægð, heilinn vinnur úr upplýsingum dagsins og líkaminn hvílist. Óreglulegur svefn er ekki eins endurnærandi eins og reglulegur nætursvefn. Slæmar svefnvenjur og skortur á svefni getur ýtt undir þyngdaraukningu og orkuleysi og haft slæm áhrif á andlega líðan einstaklinga. Það er gott að hafa í huga að svefnþörf barna fer eftir aldri þeirra. Eldri systkini geta þurft styttri svefntíma en yngri og það eiga ekki endilega allir fjölskyldumeðlimir að fara að sofa á sama tíma. Mikilvægt er að halda góðum loftgæðum og hitastigi á bilinu 20-24°C í svefnherberginu.
Nokkrir punktar til að bæta svefninn
Hafa reglu á svefntíma
Draga úr birtu í svefnherberginu
Ekki hafa of heitt í herberginu
Hafa opinn glugga
Börn
eiga ekki að drekka koffíndrykki
Dagleg hreyfing
Forðast
mikið álag stuttu fyrir svefntíma
Andleg líðan
Góð geðheilsa er öllum mikilvæg. Andleg og líkamleg heilsa barna leggur grunninn að velferð þeirra í lífinu. Við vitum að það eru tengsl milli offitu og ýmissa andlegra vandamála eins og þunglyndis, kvíða og félagslegrar líðan. Með því að vera opin um eigin tilfinningar, kenna jákvæðni og styrkja barnið í jákvæðri líkamsímynd, er líklegra að barnið segi frá stríðni, einelti eða annarri vanlíðan sem það getur upplifað tengt offitunni. Til að börn geti sagt frá sínum tilfinningum er mikilvægt að þau þekki orðin sem lýsa tilfinningum. Því getur verið gott þegar börnunum virðist líða illa að nefna tilfinningar með nöfnum, spyrja t.d. hvort þau séu sár, sorgmædd eða öfundsjúk. Gott getur verið að ákveða daga eða tímasetningar þar sem að allir fjölskyldumeðlimir setjast niður og ræða málin. Markmiðasetning getur einnig haft góð áhrif á bættar lífsvenjur og það er mikill stuðningur fyrir börn að foreldrar hjálpi þeim að setja sér raunhæf markmið.
Nokkrir punktar til að bæta andlega líðan
Fjölskyldufundir
Ræða opinskátt um tilfinningar
Spyrja
barnið um tilfinningar persóna í sögum eða í sjónvarpi
Ræða
jákvæða líkamsímynd
Nýta matmálstímann til að spjalla saman um
daginn og veginn
Þekkja vini barnsins
Aðstoða barnið þitt
við að setja sér markmið
Vera jákvæð
Hvert á að leita aðstoðar?
Ef foreldrar telja að barnið þeirra sé með offitu geta þau leitað aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Foreldrar geta annaðhvort leitað til skólahjúkrunarfræðings eða heimilislæknis. Skólahjúkrunarfræðingar geta vísað foreldrum á fræðsluefni til að veita þeim stuðning á fyrstu stigum sjúkdómsins og geta einnig veitt stuðning í viðtölum og eftirfylgd með barninu. Heimilislæknir getur skoðað barnið, metið orsök offitunnar betur og hvort undirliggjandi líkamleg vandamál ýti undir offituna. Þeir geta einnig vísað í úrræði sem eru í boði á heilsugæslum og hins vegar í meðferð hjá Heilsuskóla Landspítalans, sem sinnir börnum með offitu. Því miður eru sem stendur ekki mörg úrræði fyrir þennan hóp og því mikilvægt að foreldrar séu vakandi fyrir einkennum og hafi verkfæri til að snúa þróuninni við.
Heimildir
Tengdar greinar
You are leaving Truthaboutweight.global
The site you are entering is not the property of, nor managed by, Novo Nordisk. Novo Nordisk assumes no responsibility for the content of sites not managed by Novo Nordisk. Furthermore, Novo Nordisk is not responsible for, nor does it have control over, the privacy policies of these sites.