Carina Jørgensen: „Sálrænar orsakir ofþyngdar eru sá þáttur sem fólki yfirsést“
Ég ólst upp á ástríku heimili. Móðir mín var hárgreiðslukona. Hún var
falleg, há og grönn, en var samt alltaf á einhverjum kúr. Amma mín var
eins. Þannig að á heimilinu var líka lögð áhersla á útlit og þyngd.
Það varð til þess að á unga aldri leið mér eins og ég væri ómöguleg af
því að ég var ekki grönn, heldur var með hvolpafitu. Þess vegna
byrjaði ofátið líka mjög snemma. Ég notaði matinn strax þá til
huggunar og til að finna fyrir öryggi þegar mér leið illa, sem var
mjög oft. Þess vegna hef ég í mörg ár borðað af tilfinningalegum
ástæðum – án þess að ég gerði mér grein fyrir því. Og ég hélt því
áfram þangað til að það kom að því á ákveðnum tímapunkti í lífi mínu
eftir að ég varð fullorðin að ég áttaði mig loks á því að það voru
sálrænar orsakir fyrir ofþyngd minni.
Ofþyngdin byrjaði þegar ég var barn
Sem barn var ég með hvolpafitu og bætti fljótt á mig fleiri
aukakílóum af því að ég byrjaði mjög ung á ofáti. Það var m.a. vegna
þess að á unga aldri fór mér að finnast ég vera ómöguleg, fannst ég
vera feit og ekki tilheyra samfélagi hinna barnanna og það leiddi til
þess að ég hafði mjög lítið sjálfsöryggi. Því verr sem mér leið því
meira fór ég að borða, af því að ég fann huggun og öryggi í matnum. Á
unglingsárunum þróaðist þetta yfir í átröskun í formi ofáts.
Foreldrar mínir tóku að sjálfsögðu eftir því að ég bætti meira og
meira á mig og reyndu að hjálpa mér, m.a. með því að vera mjög ströng
með það hvað ég mátti borða. En það hjálpaði ekki mikið því að þá
laumaðist ég bara til að borða það sem var forboðið og hélt ofátinu
áfram. Hollur matur breytti ekki tilfinningunum sem ég hafði til
sjálfrar mín og ég held að þau hafi einfaldlega ekki vitað hvað þau
ættu að gera. Það voru heldur ekki sömu áherslur eða sami fjöldi barna
með ofþyngd, eins og nú til dags.
Þegar ég var um það bil 17 ára fór móðir mín með mig til læknis í
fyrsta sinn. Á þeim tíma var ég þybbin en ekki með ofþyngd. En af því
að mér leið svo ómögulega og utangátta, var það mjög mikilvægt fyrir
mig að léttast. Læknirinn ávísaði einhverjum megrunartöflum, sem
hjálpuðu mér engan veginn – m.a. vegna þess að það var mín eigin
afstaða til sjálfrar mín og þar með sálrænar ástæður, sem raunverulega
voru vandamálið og ástæðan fyrir því að ég bætti meira og meira á mig.
Deila
„Það leiðir til þess, að á árunum sem eftir koma þyngist ég meira og
meira, einmitt af því að ég notaði matinn til huggunar og til að finna
fyrir öryggi. Þess vegna endaði ég í vítahring“.
Meðferð á meðferðarmiðstöð fyrir sálræna eftirfylgd var upphafið að
meðferðinni við ofþyngdinni
Ofþyngdin og átröskunin jókst af alvöru árið 1995, þegar ég var 21
árs og ólétt af elstu dóttur minni. Á þeim tíma átti ég mjög erfitt
andlega, ég var mjög öryggislaus og borðaði því alveg ótrúlega mikið.
Þannig að á meðgöngunni þyngdist ég um 42 kíló og eftir fæðinguna fékk
ég fæðingarþunglyndi. Eftir þetta koma nokkur erfið ár þar sem mér
leið mjög illa með sjálfa mig og ég var mjög óörugg með allt.
Það leiðir til þess, að á árunum sem á eftir koma þyngist ég meira
og meira, einmitt af því að ég notaði matinn til huggunar og til að
finna fyrir öryggi. Þess vegna endaði ég í vítahring, því meira sem ég
þyngdist því verr leið mér með sjálfa mig og því meira borðaði ég til
að slá á vanlíðanina. Á þessum tíma áttaði ég mig á því að ég var með
átröskun. En ég hafði ekki orku til að leita eftir hjálp.
Þetta var erfiður tími í lífi mínu en ég trúði hvorki manninum
mínum, vinkonum né öðrum í fjölskyldunni fyrir því hvernig mér leið
innra með mér eða fyrir ofátinu, á neinum tímapunkti. Ég skammaðist
mín fyrir sjálfa mig og var hrædd við hvað þeim myndi finnast um mig
ef þau kæmust að því hvernig ég tróð mig út af mat.
Staðreyndin er sú að það var ekki fyrr en 2006 sem ég, í tengslum
við mína þriðju meðgöngu, fer í meðferð á almennri geðdeild til að
fyrirbyggja endurtekningu á fæðingarþunglyndi að þeim tekst að
sannfæra mig um að ég eigi að leita mér hjálpar. Þau fengu mig til að
opna mig og sáu hversu illa mér raunverulega leið andlega. Uppfrá því
fara hlutirnir að gerast þegar ég fæ strax eftir þetta tilvísun frá
lækninum á meðferðarmiðstöð fyrir sálræna meðferð.
Meðferð ofþyngdar snýst ekki bara um kíló, heldur einnig um andlega líðan
Meðferðin á meðferðarmiðstöðinni tók hálft ár. Þar fékk ég m.a. lyf
til að minnka matarlyst og tók þátt í hópmeðferð. En mikilvægast af
öllu var vinnan við að taka á öryggisleysi mínu, bjagaðri sjálfsmynd
og sjálfsfyrirlitningu – það er að segja sálrænu þættina sem ég hafði
barist við alveg síðan ég var barn. Þeir voru raunverulega
grundvallarorsakirnar fyrir því að ég hafði barist við þyngdina mína
allt mitt líf og var á þeim tímapunkti orðin 130 kíló.
Þetta var í fyrsta sinn í öll þessi ár sem ég upplifði að horft var
lengra en á kílóin mín og raunverulega einblínt á að finna og laga
orsökina fyrir því að ég var komin í þessa ofþyngd. En það er jú
aðalatriðið í þessu öllu saman. Ef maður tekur ekki á orsökunum þá
endar maður bara aftur á sama stað, fyrr eða síðar, sama hversu marga
megrunarkúra, ofþyngdaraðgerðir ofl. maður gengur í gegnum.
„Maður þarf að komast að kjarnanum. Snúast kílóin bara um mat eða er
það eitthvað annað, sem ristir dýpra, sem þarf að takast á við fyrst?“
Hreinskilni og sjálfstraust komu í kjölfar meðferðarinnar
Í meðferðinni var einnig aðstandendakvöld og það kvöld opnaði ég mig
í fyrsta skipti fyrir manninum mínum og foreldrum og sagði þeim frá
hvernig mér hefur liðið með mína átröskun og hvað ég hef gengið í
gegnum öll þessi ár. Fram að því hafði ég sem sagt upplifað mikla
skömm og skammast mín of mikið til að segja jafnvel mínum nánustu frá því.
Það að ég opnaði mig fyrir mínum nánustu leiddi til þess að ég fór
að opna mig fyrir fleirum í kringum mig. Ég öðlaðist sjálfstraust til
að vera opin og „gangast við minni ofþyngd“. „Já, ég er með ofþyngd,
og hvað með það?!“. Ég fékk áhuga á og hugrekki til að fá meiri
vitneskju um mínar aðstæður, m.a. í gegnum landssamtök um átröskun. Og
að lokum hvarf sjálfsfyrirlitningin. Ég hef það ótrúlega gott í dag
og, af því að ég náði tökum á sálrænu þáttunum fyrst, hefur mér meira
að segja tekist að halda því þyngdartapi sem ég hef fram að þessu náð
eftir offituaðgerðina sem ég gekkst undir í júní 2019.
Ég ráðlegg öðrum í þessum aðstæðum að taka sjálfa sig alvarlega og
fá hjálp. Ekki bara út af kílóunum sem slíkum, heldur líka hjálp við
að finna út „hvað þetta snýst raunverulega um“. Er þetta bara
matargleði, eða liggur eitthvað sálrænt að baki – eitthvað sem ristir
dýpra? Ef svo er, er mín sannfæring og reynsla að það þarf að vinna
jafn mikið með andlegu hliðina eins og með sjálf kílóin. Annars mun
manni aldrei takast að komast út úr vítahringnum.
Rannsóknir hafa sýnt að orsakir offitu eru margar. Þættir sem
einstaklingur með offitu er ekki endilega meðvitaður um – eða sem
viðkomandi hefur ekki stjórn á.
Að borða til að líða betur er oft kallað tilfinningatengt át – og það er
ástæðan fyrir því að við þurfum stundum sálfræðilegan stuðning fremur en
ráðgjöf um mataræði
Það getur verið erfitt að byrja að tala um offitu – líka við lækninn. En
það þarf ekki að vera þannig. Hér eru 10 góð ráð sem geta hjálpað þér áleiðis.
The site you are entering is not the property of, nor managed by,
Novo Nordisk. Novo Nordisk assumes no responsibility for the content
of sites not managed by Novo Nordisk. Furthermore, Novo Nordisk is not
responsible for, nor does it have control over, the privacy policies
of these sites.