Go to the page content
Hjartasjúkdómar | 3 Lágm. lestur

Að skilja samspil þyngdartaps og heilbrigðs hjarta - tímalína

Offita er ótrúlega flókinn og langvinnur sjúkdómur sem er stór áskorun fyrir þá sem lifa með honum.

weight-loss-and-heart

Vegna þess hversu flókinn sjúkdómurinn er, reynist þyngdarstjórnun mörgum einstaklingum eldraun þar sem þyngdin sveiflast upp og niður allt lífið.

Þyngdaraukning getur orðið af ýmsum ástæðum og eru ástæðurnar breytilegar milli einstaklinga en algengir áhrifaþættir eru erfðir, þýðingarmiklir lífsviðburðir, ákveðin lyf og lífstílsbreytingar.

Ef þú hefur nýlega reynt að létta þig án árangurs getur reynst erfitt að finna hvatningu til að byrja upp á nýtt. Þrátt fyrir að það geti reynst erfitt í fyrstu er mjög mikilvægt að viðhalda breyttum venjum til lengri tíma þar sem jafnvel takmarkað þyngdartap getur haft marktæk og langvarandi áhrif á hjartað.

Tilgangur þessarar greinar er því að fjalla um mismunandi stig þyngdartaps og hvernig þau geta haft bein áhrif á heilbrigði hjartans.

Hvers vegna viðhald heilbrigðrar þyngdar er svona mikilvægt fyrir heilbrigt hjarta- og æðakerfi

Fullorðnir með líkamsþyngdarstuðul yfir 27,5 eða 30 kg/m2 (háð þjóðerni) eru skilgreindir með offitu og það tengist aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og auknum líkum á heilablóðfalli eða hjartasjúkdómum.

Ef þú vilt lesa meira um tengsl offitu og hjartasjúkdóma, smelltu hér til að skoða fyrri umfjöllun okkar „Veldur offita hjartasjúkdómum og hvernig er hægt að draga úr hættunni? “.

Upphaf vegferðar að þyngdartapi

Ef þú hefur áhyggjur af áhrifum þyngdarinnar á heilbrigði hjarta- og æðakerfisins er mjög mikilvægt að þú ræðir við heilbrigðisstarfsmann sem getur aðstoðað þig við að finna áhrifaríkustu og varanlegustu nálgunina sem passar fyrir þig.

Engin ein ákveðin gerð mataræðis eða æfingaáætlun hentar öllum og viðtal við lækni eða heilbrigðisstarfsmann sem er sérhæfður í meðferð við offitu eykur verulega líkur á árangursríku þyngdartapi.

Þegar þú hefur misst 1-5% af líkamsþyngdinni getur þú búist við að sjá ávinning fyrir hjarta- og æðakerfið. Sýnt hefur verið fram á að þyngdartap af þessari stærðargráðu hefur að ári liðnu marktæk áhrif á hjartað og hefur í för með sér lækkun blóðþrýstings og lækkuð gildi kólesteróls.

Frekara þyngdartap

Þeir sem lifa með offitu og eru á lyfjameðferð með þyngdarstjórnunarlyfjum eða gangast undir skurðaðgerð geta aukið þyngdartapið sem nemur meira en 10% af líkamsþyngdinni og í sumum tilfellum allt að 40% með efnaskiptaaðgerðum.

Enn meiri heilsufarslegur ávinningur fæst ef þú missir meira en 10% líkamsþyngdarinnar. Rannsókn frá árinu 2004 sem stóð yfir í 10 ár leiddi í ljós að þeir sem voru í yfirþyngd eða með offitu og misstu 10% af líkamsþyngdinni á fyrsta árinu, minnkuðu líkur á hjartaáfalli eða heilablóðfalli um 21%, það er minnkun sem sást ekki hjá þeim sem léttust minna. Þyngdartapið hafði einnig jákvæð áhrif á gildi kólesteróls og á blóðþrýstinginn eins og áður hefur komið fram.

Að viðhalda þyngdinni eftir þyngdartap

Þótt þyngdartap af hvaða stærðargráðu sem er sé frábær árangur er viðhald þyngdartaps mjög mikilvægt skref fyrir heilbrigðara hjarta.

Rannsóknir hafa sýnt að allt að 80% einstaklinga sem hafa misst umtalsverða þyngd hafa bætt henni á sig aftur innan 2 til 5 ára. Þetta getur verið vegna lífstílsbreytinga en einnig vegna þess að það hægist á efnaskiptum líkamans vegna mataræðis og föstuvenja.

Til að viðhalda þyngdartapi til lengri tíma er mjög mikilvægt að halda áfram að fá stuðning heilbrigðisstarfsfólks sem getur leiðbeint þér með hvernig best er að viðhalda þyngdartapinu og útvega stuðningsnet.

Þótt það kunni að virðast erfitt í fyrstu eru mörg ráð og stuðningsmöguleikar fyrir hendi til að aðstoða þig við að léttast og ávinningurinn fyrir hjartað gerir baráttuna við að hafa stjórn á sjúkdómnum offitu að mögulegri lífsbjörg og einhverju sem er þess virði að vinna að.

Heimildir:
  • Sarwan G, Rehman A. 2022. Management of Weight Loss Plateau. StatePearls Publishing.
  • Hall K, Kahan S. Maintenance of Lost Weight and Long-Term Management of Obesity. Medical Clinics of North America, 2018 January; 102 (1). pp 183-197
  • Centers for Disease Control and Prevention. Causes of Obesity. 2022. Available from: https://www.cdc.gov/obesity/basics/causes.html, Last accessed: March 2023. 
  • David C, Lau W, Wharton S. 2020. Canadian Adult Obesity Clinical Practice Guidelines: The Science of Obesity. Available from: https://obesitycanada.ca/guidelines/science. Last accessed: April 2023.
  • Ryan D, Yockey S. 2017. Weight Loss and Improvement in Comorbidity: Differences at 5%, 10%, 15%, and Over. Current Obesity Reports, 2017 June; 6 (2). pp 187-194.
  • British Heart Foundation. Your Weight and Heart and Circulatory Conditions. Available from: https://www.bhf.org.uk/informationsupport/risk-factors/obesity. Last accessed: March 2023.
  • Graham I, et al. Eur Heart J 2007;28:2375-414; 2. Piepoli MF, et al. Eur Heart J 2016;37:2315-81; 3. WHO. Global Atlas on Cardiovascular Disease Prevention and Control. 2011. Available at: https://www.who.int/publications/i/item/9789241564373. Last accessed April 2023
  • Campbell-Scherer D, Walji S, Kemp A, Piccinini-Vallis H, Vallis TM. Canadian Adult Obesity Clinical Practice Guidelines: Primary Care and Primary Healthcare in Obesity Management. Available at: https://obesitycanada.ca/guidelines/primarycare. Last accessed: April 2023.
  • Pedersen SD, Manjoo P, Wharton S. Canadian Adult Obesity Clinical Practice Guidelines: Pharmacotherapy for Obesity Management. Available from:
    https://obesitycanada.ca/guidelines/pharmacotherapy. Last accessed: April 2023.
  • Biertho L, Hong D, Gagner M. Canadian Adult Obesity Clinical Practice Guidelines: Bariatric Surgery: Surgical Options and Outcomes. Available from: https://obesitycanada.ca/guidelines/surgeryoptions. Last accessed: April 2023.

IS/HQ23OB00102

Tengdar greinar

Ofþyngd og fylgisjúkdómar
Offita | 5 Lágm. lestur

Ofþyngd og fylgisjúkdómar

Líkaminn er flókinn og þyngdartap og viðhald þyngdartaps er umfangsmikið verkefni. Sten Madsbad, prófessor og yfirlæknir, segir hér frá því hvers vegna líkaminn er svona flókinn og hvaða þýðingu þyngdartap hefur þegar kemur að fylgisjúkdómum.